fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Fjórir lykilþættir varðandi stríðið í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 05:57

Úkraínskt stórskotalið að störfum í Kherson. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru rúmlega níu mánuðir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Ætlun þeirra var að ná stærstum hluta landsins á sitt vald á skömmum tíma og bola Volodymyr Zelenskyy, forseta, og stjórn hans frá völdum. Eins og kunnugt er hefur þetta ekki gengið eftir og hafa Rússar beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum á vígvellinum og á alþjóðlegum vettvangi þar sem þeir standa nú vinafáir og óvinsælir.

Jótlandspósturinn fékk Anders Puck Nielsen, sérfræðing hjá danska varnarmálaskólanum, til að leggja mat á fjóra mikilvæga þætti varðandi stríðið.

Hvað varðar stöðuna á vígvellinum sagði Nielsen að nú sé einhverskonar millibilsástand. Ekki sé ljóst hvað gerist á næstunni en ljóst sé að eitthvað nýtt fari að gerast. Nú sé um stöðubaráttu að ræða þar sem stríðsaðilar reyna að ná frumkvæði og þannig ákveða hvar verður helst barist. Nú þurfi Úkraínumenn að finna nýjan stað sem verði mikilvægasti punktur gagnsóknar þeirra.

Hvað varðar friðarsamninga sagði hann að ekki sé annað að sjá en að það sé mjög erfitt að finna flöt á friðarsamningi núna. Sérstaklega eftir að Rússar „innlimuðu“ stór svæði í Úkraínu. Hann sagði að eftir að það var gert telji hann nánast útilokað að sjá að Rússar muni draga sig frá þessum svæðum í tengslum við friðarviðræður og það sé í raun útilokað að sjá fyrir sér friðarviðræður sem ekki fela í sér brotthvarf Rússa því nú séu það Úkraínumenn sem standa best að vígi hernaðarlega séð. Hann benti einnig á að stríðsaðilar séu langt frá hvor öðrum núna og því sé útlitið ekki gott og síðan sé spurning hvort Pútín eigi möguleika á að semja eða hvort hann sé búinn að mála sig út í horn pólitískt séð af því að það muni reynast honum dýrt, persónulega, að gefa eftir.

Hvað varðar stöðuna á alþjóðavettvangi sagði Nielsen að Rússar eigi ekki marga vini þar núna og svo virðist sem landið einangrist sífellt meira. Hann sagði þetta vera afleiðingu af því að Rússar leggi mikið í stríðsreksturinn og ekki sé að sjá að það sé að skila sér í sigri. Af þeim sökum bíði staða þeirra á alþjóðavettvangi skaða og landið verði sífellt minna aðlaðandi sem samstarfsaðili. Nú sjáist að ríki á borð við Kína, Indland, Rússland, Armenía og Kasakstan séu ekki eins hliðholl Rússum og áður. Mörg þeirra mæli ekki gegn Rússum en þeir fái heldur ekki hlýjan stuðning hjá þeim. Nú þurfi Rússar því að leita til Norður-Kóreu og Írans eftir hjálp.

Nú er vetur skollinn á í Úkraínu og munu snjórinn og kuldinn hafa áhrif á gang stríðsins. Nielsen sagði að það verði áhugavert að sjá hvor stríðsaðilinn komist betur í gegnum veturinn. Hann geti unnið gegn báðum aðilum en það velti á hvernig þeim tekst að nota hermenn sína og hvað þeir ákveða að gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland ekki með í Eurovision 2026

Ísland ekki með í Eurovision 2026
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“