fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Rússneskur hershöfðingi í stofufangelsi – Heimtaði þvottavél í mútur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 20:00

Það þarf að þrífa þvottavélar. Mynd:Lindsey McIver

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur herforingi, sem ber ábyrgð á herkvaðningu, hefur verið settur í stofufangelsi eftir að hafa að sögn krafist þess að fá þvottavél frá öðrum yfirmanni.

Sky News segir að rússneska dagblaðið Kommersant hafi skýrt frá þessu.

Er hershöfðinginn sagður hafa krafið yfirmann á skráningarstofu hersins í Moskvu, um þvottavél. Skráningarstofan hafði ekki náð nægilega góðum árangri við öflun nýliða fyrir herinn og vildi hershöfðinginn fá þvottavél gegn því að skrifa skýrslu þar sem hann staðfesti að stofan hefði náð þeim markmiðum sem henni hefðu verið sett.

Hinn var ósáttur við þetta og tilkynnti málið til leyniþjónustunnar FSB. Hershöfðinginn játaði að hafa krafið hinn um þvottavél og var settur í tveggja mánaða stofufangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki afhenda samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenda samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CCP streymir úr eldfjalli

CCP streymir úr eldfjalli