fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson – Eru í miklum vanda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 07:00

Rússneskur hermaður í Kherson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær gaf Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Surovikin, yfirmanni rússneska hersins í Úkraínu, fyrirmæli um að draga rússneskar hersveitir frá borginni Kherson og yfir ána Dnipro. Rússar náðu Kherson á sitt vald fljótlega eftir að þeir réðust inn í Úkraínu en að undanförnu hafa úkraínskar hersveitir nálgast borgina og Rússar hafa átt í erfiðleikum með birgðaflutninga þangað vegna árása Úkraínumanna.

Óhætt er að segja að Rússar hafi sett leikþátt á svið í gær og var honum sjónvarpað. Allt til að reyna að sannfæra almenning um að stríðsreksturinn gangi ágætlega þrátt fyrir að nú eigi að hörfa frá Kherson. Shoigu og Surovikin ræddu saman í útsendingunni og sagði Surovikin yfirmanni sínum að stríðið gengi vel á ýmsum vígstöðvum en að réttast væri að hörfa frá Kherson. Í kjölfarið gaf Shoigu honum fyrirmæli um að hörfa frá Kherson.

Flemmings Splidsboel, sérfræðingur í málefnum Rússlands hjá dönsku hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier sagði í samtali við Ekstra Bladet að Rússar hafi ekki fyrr viðurkennt opinberlega hversu illa stríðsrekstur þeirra gengur. „Þetta er stór ósigur og þeir verða að sætta sig við það,“ sagði hann.

Hann sagði að samtal Shoigu og Surovikin í sjónvarpi í gær hafi verið sorgleg tilraun til að reyna að láta hlutina líta þokkalega út. „Þeir standa með bakið upp að veggnum,“ sagði hann og bætti við að þrátt fyrir að þeir hafi reynt að láta hlutina líta vel út þá sjái margir Rússar í gegnum þetta.

Hann benti á að Surovikin, sem er þekktur hrotti sem vílar ekki fyrir sér að drepa óbreytta borgara, hafi verið settur yfir rússneska innrásarherinn fyrir mánuði síðan. Ekki sé hægt að sjá að hann geti skreytt ferilskrá sína með mörgum fjöðrum eftir þennan mánuð. Fyrir nokkrum vikum hafi hann sagt að það mikilvægasta fyrir Rússa sé að hugsa um velferð hermanna sinna. Það er einmitt ástæðan sem hann og Shoigu nefndu í gær sem ástæðuna fyrir brottflutningnum frá Kherson.

Það virðist heldur ekki vera þannig að rússneskir herforingjar hafi miklar áhyggjur af velferð óbreyttra hermanna. Það er hægt að lesa meira um það í fréttinni hér fyrir neðan.

Mikil reiði í Rússlandi vegna frétta af miklu mannfalli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Í gær

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf að breyta öllu lífi sínu, óbreyttur maður fer aftur að drekka“

„Maður þarf að breyta öllu lífi sínu, óbreyttur maður fer aftur að drekka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn