fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Íslensk kona lést af völdum Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 07:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona á sextugsaldri lést úr hinum mjög svo sjaldgæfa Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi (CJS) í október. Þetta er ólæknandi taugasjúkdómur sem leggst aðallega á fólk yfir miðjum aldri. Smitleiðir hans eru ekki þekktar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Önnu Margréti Halldórsdóttur, yfirlækni á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, að embættinu hafi borist tilkynning um andlát konunnar. Einnig hafi borist upplýsingar frá Landspítalanum um tvo aðra einstaklinga sem létust af völdum sjúkdómsins, annar 2020 og hinn 2007.

Hún sagði að sjúkdómurinn sé príon sjúkdómur í flokki sjúkdóma sem nefnist „transmissible spongiform encephalopathy (TSE)“.

Hún sagði að hefðbundinn CJS tengist ekki kúariðu eins og afbrigði hans, CJD.

Hún sagði að CSJ sé mjög sjaldgæfur en nýgengi hans er talið vera 0,5 til 1,5 á hverja eina milljón einstaklinga á ári. Flest tilfellin koma tilviljanakennt upp án þess að vitað sé hver smitleiðin er. Einnig er til sjaldgæft arfgengt form af sjúkdómnum.

Sjúkdómurinn er ólæknandi en hann veldur hraðvaxandi heilabilun og dregur sjúklinga til dauða á skömmum tíma.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi
Fréttir
Í gær

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri
Fréttir
Í gær

Liðskonur Pussy Riot tjá sig um brottreknu tvíburana og ógnarstjórn Pútíns

Liðskonur Pussy Riot tjá sig um brottreknu tvíburana og ógnarstjórn Pútíns
Fréttir
Í gær

Aldís hefur verið beitt grófu stafrænu ofbeldi í 10 mánuði – „Ég vil bara fá líf mitt til baka. Mig langar bara að elda kvöldmat fyrir börnin mín “

Aldís hefur verið beitt grófu stafrænu ofbeldi í 10 mánuði – „Ég vil bara fá líf mitt til baka. Mig langar bara að elda kvöldmat fyrir börnin mín “