fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Segir þetta vera markmið Rússa með því að segja kornútflutningssamningnum við Úkraínu upp

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. október 2022 05:59

Úkraínski fáninn blaktir nærri Lyman. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn tilkynntu rússnesk stjórnvöld að Rússar séu ekki lengur aðilar að samningi við Úkraínu, fyrir milligöngu Tyrkja og SÞ, um kornútflutning frá Úkraínu.

Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, segir að líklega hafi Rússar beðið eftir tækifæri til að segja samningnum upp vegna þess að þeim hafi ekki gengið vel á vígvellinum. Með uppsögn samningsins geti þeir kannski pressað á Úkraínu.

Hann sagði að Rússar hafi verið ósáttir við samninginn í töluverðan tíma því hann þýddi að Úkraínumenn gátu flutt gríðarlegt magn af korni úr landi. Þetta hafi einfaldlega gengið of vel hjá Úkraínumönnum.

„Út frá þessu þá getur þetta vel líkst því að Rússar hafi fundið ástæðu til að gera þetta,“ sagði hann að sögn danskra fjölmiðla.

Rússar segja að ástæðan fyrir uppsögn samningsins sé að Úkraínumenn hafi ráðist á flotastöðina í Sevastopol á Krím og rússnesk herskip. Nielsen sagði að líklega hafi Úkraínumenn staðið á bak við árásina en að uppsögn kornsamningsins tengist árásinni ekki neitt, það sé ekki hægt að sjá tengsl á milli árásarinnar og samningsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman