fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Rússneskur sérfræðingur í beinni útsendingu – „Við hófum stríð sem við vinnum ekki“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 05:56

Úkraínskir hermenn í Donetsk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur fréttaþulum á rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni RT brá mjög í brún þegar þeir fengu Viktor Olevich, sem er stjórnmálafræðingur, í sjónvarpssal til að ræða fullyrðingar rússneskra ráðamanna um að Úkraínumenn hafi í hyggju að sprengja svokallaðar „skítugar sprengjur“.

Þeir spurðu Olevich hvað honum fyndist um þessar fullyrðingar ráðamanna. Svar hans var líklega ekki í takt við það sem þeir bjuggust við.

„Svona lítur þetta nokkurn veginn út. Rússland setti sérstaka hernaðaraðgerð í gang. Við vanmátum styrk andstæðingsins og nú höfum við ekki getað sigrað í átta mánuði í röð,“ sagði hann og bætti við: „Á sama tíma kvörtum við yfir að lönd, sem að sögn vill eyðileggja okkur og trúir ekki á okkur, hlusti ekki á okkur og styðji okkur ekki.“

Bandaríska blaðakonan Jula Davis deildi upptöku af þessu á Twitter en hún rekur bloggið Russian Media Monitor þar sem hún fylgist náið með rússneskum fjölmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“