fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Rússneskur leiðtogi óttast úkraínska málaliða – Þeir kalla okkur „rashister“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. október 2022 05:45

Úkraínskur hermaður í fremstu víglínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kirill Stremousov, er einn þeirra sem Rússar hafa sett í embætti leiðtoga í hinu hernumda Kherson-héraði í Úkraínu.  Hann segir að Úkraínumenn séu að verða uppiskroppa með hermenn í suðurhluta landsins.

Þetta sagði hann í gærmorgun i samtali við Radio Krym að sögn The Guardian. Hann sagðist telja að mórallinn hjá úkraínsku hersveitunum sé slæmur og fari versnandi. „Ég trúi ekki að það séu 60.000 hermenn í hersveitunum í suðri. Þeir eru í mesta lagi 30.000,“ sagði hann.

Hann sagði að úkraínsku hersveitirnar séu „ekki í standi til að brjótast í gegnum varnarlínurnar“ og að stór hluti hermannanna séu ekki bardagafærir hermenn. „Það eru margir málaliðar. Maður þekkir þá í talstöðinni á orðinu „Rússar“ því það kalla Úkraínumenn okkur ekki. Þeir segja „rashister“, „orkar“,“ sagði Stremousov.

Orðið „rashister“ vísar til ákveðins forms rússnesks fasisma sem lýsir pólitískri hugmyndafræði sem hefur sett mark sitt á Rússland síðan Vladímír Pútín komst til valda um aldamótin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“