fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Støre segir að Rússar taki sífellt meiri áhættu – Sonur vinar Pútíns í haldi í Noregi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 09:00

Jónas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, ræddi við fréttamenn í morgun og sagði að stríðið í Úkraínu sé komið á nýtt og enn alvarlegra stig. Hann sagði einnig að svo virðist sem Rússar taki sífellt meiri áhættu.

Fréttamannafundurinn var haldinn vegna sífellt fleiri tilfella þar sem sést hefur til dróna við mikilvæga innviði í Noregi, til dæmis við flugvelli og orkumannvirki. Þetta hefur valdið miklum áhyggjum meðal almennings.

Á undanförnum vikum hafa sjö Rússar verið handteknir í Noregi. Á miðvikudag í síðustu viku var einn Rússi handtekinn vegna meints drónaflugs hans í Noregi. Alls voru fjórir Rússar handteknir í síðustu viku. Norska leyniþjónustan rannsakar mál hans og segir að aukin hætta sé nú á skemmdarverkum í Noregi.

Støre sagði að þessar handtökur geti veirð merki um að Rússar taki meiri áhættu en áður og ekki eigi að koma á óvart ef fleiri verði handteknir.

The Bartents Observer og Aftenposten segja að maðurinn, sem var handtekinn á miðvikudag í síðustu viku, sé sonur eins af nánum bandamönnum Pútíns. Sá er á lista Bandaríkjanna yfir þá Rússa sem sæta refsiaðgerðum vegna innlimunar Krím í Rússland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði