fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fréttir

„Öruggt að eitthvað stórt er í gangi í Kherson“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. október 2022 07:01

Úkraínskir hermenn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitthvað „stórt“ gæti verið í uppsiglingu í Kherson í Úkraínu og það ætti að koma í ljós á næstu 48 til 72 klukkustundum hvað það er.

Þetta er mat Michael Clarke, prófessors í hernaðarsögu. Í samtali við Sky News sagðist hann byggja þetta á tveimur atriðum:

Annað er héraðsstjórinn í Kherson, Vladimir Saldo, sem Rússar settu í embætti, hefur hvatt til þess að íbúar í fjórum bæjum verði fluttir á brott. Hann sagði að ástæðan væri hræðsla við að úkraínskar hersveitir skemmi stíflu við ána Dnipro og bæirnir muni þá lenda undir vatni og að í gær sagði Sergei Surovikin, yfirmaður rússneska hersins í Úkraínu, að rússneski herinn væri undir miklum þrýstingi af hálfu úkraínskra hersveita í Kherson. „Stöðunni á svæðinu þar sem „hin sérstaka hernaðaraðgerð“ (stríðið er kallað það í Rússlandi) stendur yfir er hægt að lýsa sem spenntri,“ sagði hann í samtali við Rossiya 24.

„Staðan í héraðinu er erfið. Óvinurinn ræðst meðvitað á innviði og íbúðarbyggð,“ sagði hann.

Michael Clarke sagði að ummæli Rússanna séu eitt en hitt sé að síðustu daga hafi Úkraínumenn verið mjög þöglir um hvað sé að gerast í Kherson. „Þau (úkraínsk yfirvöld) hafa gert þetta áður þegar stórsókn var í gangi,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að innan næstu 48 til 72 klukkustunda komi í ljós hvað sé að gerast. „Nú er öruggt að eitthvað stórt er í gangi. Það mistekst kannski, það gengur kannski ekki upp, en þetta hefur áður tekist,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir kennara ekki vera í alvöru verkfalli – „Missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu“

Segir kennara ekki vera í alvöru verkfalli – „Missir ekki svefn þó nokkur lítil börn úti í bæ séu svipt skólastarfinu“
Fréttir
Í gær

Hrapaði ellefu ára í gegnum þakið á Skeiðalaug – Vildi bætur frá hreppnum

Hrapaði ellefu ára í gegnum þakið á Skeiðalaug – Vildi bætur frá hreppnum
Fréttir
Í gær

Sigurbjörg þarf að borga Árna hundruð þúsunda eftir að hafa leigt af honum óíbúðarhæft húsnæði

Sigurbjörg þarf að borga Árna hundruð þúsunda eftir að hafa leigt af honum óíbúðarhæft húsnæði
Fréttir
Í gær

Sagði að Norðmenn væru ekki lengur heppnir í Víkingalottóinu – Annað kom á daginn í gærkvöldi

Sagði að Norðmenn væru ekki lengur heppnir í Víkingalottóinu – Annað kom á daginn í gærkvöldi