fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Undirbúa hvítrússneska herinn fyrir stríð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 07:32

Hvítrússneskir hermenn. Mynd:getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvítrússneska varnarmálaráðuneytið er nú að fara yfir stöðu mála hjá her landsins til að ganga úr skugga um að hann sé tilbúinn í stríð.

CNN skýrir frá þessu.

Í gær tilkynntu hvítrússnesk yfirvöld að þau séu reiðubúin til að senda hersveitir til Úkraínu í samvinnu við Rússa til að „verjast“ og tryggja „öryggi“ landsins.

Ekki var skýrt nánar hvað þetta þýðir en hvítrússnesk yfirvöld hafa að undanförnu sagt að ógn stafi frá Úkraínu og virðast leita að átyllu til að gera innrás í Úkraínu. Lukashenko, einræðisherra landsins, er undir hæl Pútíns, Rússlandsforseta, og hlýðir honum í nánast öllu. Hann hefur þó þráast við að blanda sér beint í stríðið í Úkraínu en nú virðist sem Pútín sé að takast að draga hann inn í það enda mikið í húfi að reyna að bjarga Rússum frá þeim hrakförum sem þeir eru í þar í landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð