fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Segir líklegt að stríðið í Úkraínu muni verða „barátta kynslóða“ og hugsanlega „eilífðarstríð“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 06:55

Vegfarandi virðir fyrir sér lík rússneskra hermanna í Kupiansk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær sat Michael Clarke, varnarmálasérfræðingur og fyrrum forstjóri Royal United Services Institute, fyrir svörum hjá Sky News og gat almenningur spurt hann spurninga um stríðið í Úkraínu. Meðal þess sem hann var spurður að, var hvort hann telji að Úkraína muni sigra í stríðinu og hvaða lausn sé líkleg til að binda endi á stríðið.

„Stríðið í Úkraínu verður líklega „barátta kynslóða“ og gæti orðið „eilífðarstríð“ þar til eitthvað breytist varðandi evrópsk öryggismál eða í Rússlandi,“ sagði hann.

Hvað varðar það hvort Úkraína geti sigrað í stríðinu þá sagði Clarke að eins og staðan sé núna sé líklegt að Úkraína geti náð hernaðarlegum yfirburðum og geti hrakið Rússa aftur þangað sem þeir voru fyrir innrásina 24. febrúar. „Munu þeir gera það? Ég veit það ekki en þeir geta gert það,“ sagði hann.

Hann sagði að stríðið í Úkraínu séu „stríð númer tvö“, það fyrsta hafi verið 2014 þegar Rússar lögðu Krím undir sig.

„Tilfinning mín er sú að á næsta ári verði vopnahlé þar sem staða Úkraínumanna verður betri og að þetta vopnahlé verði brothætt og muni bresta og þriðja stríðið brjótast út og síðan vopnahlé og síðan fjórða stríðið,“ sagði hann og bætti við að hér væri um tilvistarbaráttu að ræða því rússneskir ráðamenn telji að Úkraína eigi engan rétt á að vera til og þeir muni ekki skipta um skoðun ef horft sé til skamms tíma. „Þetta er eins og kynslóðabarátta. Segjum að hún vari í 30, 40 eða 50 ár.“

„Geta Úkraínumenn endurheimt land sitt? Já, en þeir verða að búa við vopnaðan frið með nágranna sem er tíu sinnum stærri og vill þeim ekkert gott. Ef þriðja stríðið brýst út, þá verður það líklega erfiðara en það númer tvö því bæði ríkin munu hafa vopnbúist af krafti. Þetta er því upphafið á algjörlega nýju tímabili í evrópskum öryggismálum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“