fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Segir að Rússar séu að verða uppiskroppa með vopn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 09:32

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru að verða uppiskroppa með vopn til að nota í stríðinu í Úkraínu og kostnaðurinn við stríðið er „gífurlegur“ hvað varðar mannfall og tækjabúnað.

Þetta mun Sir Jeremy Fleming, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar GCHQ, segja í ræðu sem hann flytur hjá the Royal United Services Institute (RUSI) í Lundúnum í dag. Sky News skýrir frá þessu.

Fleming mun einnig segja að ákvarðanataka Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, hafi verið „ófullkomin“ í kjölfar þess að Rússar gátu ekki náð Kyiv á sitt vald í upphafi stríðsins og vegna þess að þeim tókst ekki að ná þeim markmiðum sem Pútín vildi ná í austurhluta landsins.

Hann mun segja að um áhættusama áætlun sé að ræða hjá Pútín sem hafi leitt til taktískra mistaka við ákvarðanatöku.

Afrit af ræðu Fleming var birt í gærkvöldi.

„Sigrar þeirra hafa snúist upp í ósigra. Kostnaður Rússa, hvað varðar mannfall og tækjabúnað, er gríðarlegur. Við vitum, og rússneskir hermenn á vígvellinum vita, að birgðir og skotfæri eru að þrotum komin. Rússneskir hermenn eru örmagna. Það að nota fanga til að fylla upp í skörðin og núna herkvaðning tuga þúsunda óreyndra manna, segir sögu örvæntingar,“ mun hann segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið