fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Danskir hermenn þjálfa úkraínska hermenn í Bretlandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 09:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina byrjuðu 65 danskir hermenn að þjálfa um 200 verðandi úkraínska hermenn í Bretlandi. Þeir munu á næstunni fá kennslu í grundvallaratriðum hermennsku.

Danski herinn skýrði frá þessu á Twitter.

Meðal þess sem úkraínsku nýliðarnir læra er skyndihjálp og meðferð vopna auk kennslu í þeim lögum og reglum sem gilda í stríði. Þjálfunin fer fram í herstöðvum í Bretlandi.

Dönsku hermennirnir undirbjuggu sig í tvær vikur undir kennsluna. Franz Stærk, majór, stýrir þjálfuninni og segir hann að þetta sé stórt og spennandi verkefni. Hópurinn komi vel undirbúinn til kennslunnar því hér sé um mikilvægt verkefni að ræða við að þjálfa Úkraínumennina eins vel og hægt sé.

Þjálfunin fer fram í Bretlandi því um breskt verkefni er að ræða sem Danir hafa ákveðið að taka þátt í og styðja.

Þetta er annar hópur úkraínskra nýliða sem Danir þjálfa því í ágúst og september sáu þeir um þjálfun fyrsta hópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar