fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Fjaðrafokið í Digraneskirkju – „Þær fengu til miðnættis til að hypja sig út“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. október 2022 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodóra Hugrún Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Digraneskirkju, telur að nú sé verið að bola öllum þeim burtu sem stóðu með þolendum í máli séra Gunnars Sigurjónssonar.  Deilum sé alls ekki lokið þrátt fyrir að séra Gunnari hafi verið vikið úr starfi í síðasta mánuði. Fréttablaðið greinir frá.

Theodóra greinir Fréttablaðinu frá að hún hafi fengið uppsagnarbréf á föstudaginn. „Það kemur þarna ný sóknarnefnd og ofbeldið heldur áfram ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Theodóra og bætir við að kirkjuvörðurinn Sigríður Sigurðardóttir sé komin í leyfi og að prestar hafi verið færðir í skjól í aðrar kirkjur. „Það er verið að bola okkur öllum út.“

Theodóra var spurð hvort hún vissi ástæðuna fyrir uppsögninni. Hún sagðist enga aðra ástæðu sjá en þá að hún hafi staðið með þolendum séra Gunnars.

Hún segist í erfiðri stöðu þar sem Biskupsstofa geti ekki hlutast til í málinu þar sem sóknarnefnd sjái um allar mannaráðningar. „Svo við vitum ekkert hvert við eigum að leita þar sem þau eru yfir öllu þarna inni,“ segir Theodóra

Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að það væri einhuga vilji sóknarnefndar að fá séra Gunnar aftur til starfa.

Theodóra segir þetta ekki hafa komið sér á óvart. „Sem dæmi, síðan hann fór í leyfi, er hans skrifstofa alveg ósnert. En eftir að kvenprestarnir komu fram í fjölmiðlum… þær fengu til miðnættis til að hypja sig út ásamt öllu dótinu sínu. Það er búin að vera mjög skýr afstaða með honum frá nokkrum aðilum í sóknarnefnd, og nú formanni sóknarnefndar.“

Vísar Theodóra þar til þess að sex konur innan Digranes- og Hjallaprestakalls hafa sakað séra Gunnar um ósæmilega háttsemi. Óháð teymi þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að af þeim 48 tilvikum sem voru til skoðunar hafi séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Tveir kvenprestar við Hjallakirkju stigu fram í viðtali við Vísi þar sem þær greindu frá áreitni í sinn garð.

Sigríður kirkjuvörður, sem nú er komin í leyfi,  hefur sakað Valgerði Snæland Jónsdóttir, formann sóknarnefndar Digraneskirkju um andlegt og líkamlegt ofbeldi.

Sigríður greindi frá því í síðustu viku að mikið uppnám sé innan kirkjunnar og að Valgerður, sem tók við fyrir nokkrum vikum, hafi úthúðað henni í félagi við aðra sóknarnefnda konu, kallað hana járndrottningu og síðan komið upp að henni og kreist hana á milli sín.

„Ég lamaðist. Ég stóð þarna, milli þessara kvenna, og þetta var svo ógeðslegt að ég get ekki lýst því. Mig langaði helst að brenna fötin mín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“