fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ósátti rithöfundurinn Bragi Páll fékk það óþvegið í kommentakerfi DV en svarar hressilega fyrir sig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal DV við rithöfundinn Braga Pál fyrr í dag vakti gífurlega athygli og mikil viðbrögð. Í dag var kunngjört hvaða listamenn hljóta starfslaun í ár og er Bragi Páll ekki á þeim lista. Hann átti eina af vinsælustu skáldsögum síðasta árs, Arnaldur Indriðason deyr. Bragi Páll er afar ósáttur við að hafa ekki fengið starfslaun og hann er ósáttur við þann skort á fyrirsjáanleika og gagnsæi sem einkennir ákvarðanir um úthlutanir starfslauna til rithöfunda.

Sjá einnig: Bragi Páll fékk ekki listamannalaun og er ósáttur – „Ég á tvö börn og íbúð og bíl sem þarf að borga af“

„Ég á tvö börn og íbúð og bíl sem þarf að borga af. Það er ekki hægt að lifa svona. Ekki hægt að bjóða heilli starfsstétt upp á að lifa í byrjun hvers árs í óvissu um hvort viðkomandi sé á launum það árið,“ sagði Bragi Páll einlægur. Segir hann tíðindi dagsins vera mikið bakslag og koma í veg fyrir að hann geti haldið ritstörfum áfram.

Greinin vakti mikil viðbrögð í ummælakerfi DV og þarf senda margir Braga Páli kaldar kveðjur. Þar má lesa ummæli á borð við þessi:

„Þá finnurðu þér bara vinnu eins og 96% Íslendingar gera eða eitthvað annað.“

Og þessi:

„Hræsnin gæti ekki orðið meiri. Hér höfum við mann sem talar gegn þingmönnum og segir þá hanga á spenanum (sem ég er allveg sammála) en fer í freakout þegar speninn er rifinn af honum.“

Er þetta aðeins lítið brot af þeim neikvæðu ummælum sem Bragi Páll fær yfir sig frá virkum í athugasemdum. En hann svarar fyrir sig og lætur virka í athugasemdum ekki eiga neitt inni hjá sér. Segir Bragi Páll jafnframt að eftirfarandi ummæli séu fyrsta innlegg hans fyrr og síðar í kommentakerfi:

„Til að svara öllum aumingjunum í kommentakerfinu þá hef alltaf starfað annað samhliða skriftum, sem blaðamaður og sjómaður, bara svo þið getið örugglega troðið ömurlegum skoðunum ykkar upp í rassgatið á ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“