Eldur logaði í húsgrunni á byggingarsvæði í Urriðaholti um kvöldmatarleytið í kvöld. Vegfarandi sem varð eldsins var segir hann hafi verið staðbundinn. Segir hann lögreglu og slökkvilið hafa komið fljótt á eftir honum á vettvang og slökkvilið virst ná fullum tökum á ástandinu.
Varðstjóri sagði í samtali við RÚV í kvöld að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins. Eldupptök eru ókunn.