fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Segir að NATO eigi að bregðast við notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu með „gjöreyðandi“ hætti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 07:07

Orka á við 25 milljarða kjarnorkusprengja! Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef svo fer að Rússar beiti kjarnorkuvopnum í Úkraínu á NATO að bregðast við með „gjöreyðandi“ hætti að mati Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands. Hann segir að NATO eigi ekki að bregðast við með því að beita kjarnorkuvopnum heldur á annan „gjöreyðandi“ hátt.

The Guardian segir að í heimsókn ráðherrans til Washington D.C. hafi hann sagt að NATO sé í því ferli að koma þeim skilaboðum til Moskvu að hart verði brugðist við ef Rússar beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.

Rússneski herinn á í vök að verjast í Úkraínu og hefur þurft að hörfa undan sókn úkraínska hersins síðustu vikurnar. Þetta hefur valdið vaxandi áhyggjum um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, grípi til þess örþrifaráðs að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu, hugsanlega litlum vígvallarvopnum, til að bregða Úkraínumönnum og stöðva baráttu þeirra gegn rússneska innrásarliðinu.

Í samtali við Meet the Press á NBC News sagði Rau að eftir því sem best sé vitað þá hóti Pútín að nota vígvallarkjarnorkuvopn í Úkraínu, ekki til árása á NATO. Það þýði að NATO eigi að bregðast við með hefðbundnum hernaði. „Þau viðbrögð eiga að vera gjöreyðandi. Ég tel að þetta séu þau skýru skilaboð sem NATO sendir Rússum núna,“ sagði hann.

Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði á sunnudaginn að ef Rússar beiti kjarnorkuvopnum muni það hafa „hörmulegar afleiðingar fyrir Rússland“ og að rússneskum embættismönnum hafi verið gerð grein fyrir þessum afleiðingum í einkasamtölum.

Rau sagði einnig að það væri augljóst að Pútín sé að tapa stríðinu í Úkraínu og því hafi hann gripið til herkvaðningar en ekki sé að sjá að herkvaðningin muni hjálpa honum til að vinna stríðið. Nú hafi úkraínski herinn sigrað rússneska atvinnuhermenn svo ólíklegt sé að nýliðar, sem séu illa þjálfaðir og búnir, breyti gangi stríðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“