fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Rússar streyma til Georgíu og Kasakstan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 09:32

Langar raðir mynduðust við landamæri Rússlands og Georgíu í haust. Mynd:Maxar/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Georgíu og Kasakstan segja að tugir þúsunda Rússa hafi streymt til landanna eftir að Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti um herkvaðningu 300.000 manna. Meirihluti Rússanna eru karlmenn sem eru að flýja herkvaðningu.

The Guardian segir að eftir því sem yfirvöld í Georgíu segi þá hafi fjöldi Rússa, sem koma til landsins daglega, næstum tvöfaldast síðan Pútín tilkynnti um herkvaðninguna.

Áður hafi 5.000 til 6.000 Rússar komið daglega en nú séu þeir rúmlega 10.000 á dag.

Georgía og nágrannaríkið Armenía krefja Rússa ekki um vegabréfsáritun og hafa því verið vinsælir áfangastaðir Rússa á flótta frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar.

Í gær sögðu rússneskir embættismenn í landamærahéruðunum við Georgíu að um 5.500 bílar væru í röð við landamærin og sögðu ástandið „mjög eldfimt“.

Yfirvöld í Kasakstan sögðu í gær að tæplega 100.000 Rússar hefðu komið þangað síðan tilkynnt var um herkvaðninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings