fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Slátrarinn frá Maríupól fær stöðuhækkun – Verður aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 05:48

Mikhail Mizintsev. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitry Bulgakov hefur verið rekinn úr embætti aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands og við embættinu tekur Mikhail Mizintsev. Rússneska varnarmálaráðuneytið skýrði nýlega frá þessu á Telegram.

Bulgakov bar ábyrgð á birgðaflutningum rússneska hersins en eins og kunnugt er hafa Rússar átt í miklum vandræðum með birgðaflutninga sína í Úkraínu.

Ákvörðunin um brottrekstur hans var tekin skömmu eftir að Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti að 300.000 karlar verði kvaddir í herinn.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að Bulgakov fái ný verkefni en ekki er skýrt frá hver þau eru.

Mizintsev er sextugur hershöfðingi sem hefur hlotið viðurnefnið „Slátrarinn frá Maríupól“ en hann er sagður hafa fyrirskipað hinar grimmdarlegu stórskotaliðsárásir á borgina sem var lögð nær algjörlega í rúst. Hann er einnig sagður hafa komið við sögu í stríðinu í Sýrlandi þar sem hann hafi fyrirskipað árásir á almenna borgara.

BBC segir að margir í Kreml hafi varpað sökinni á erfiðleikum rússneska hersins í Úkraínu á Bulgakov vegna erfiðleikanna við birgðaflutninga. Hann hafði stýrt þeim málum síðan 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“