fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Slátrarinn frá Maríupól fær stöðuhækkun – Verður aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 05:48

Mikhail Mizintsev. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitry Bulgakov hefur verið rekinn úr embætti aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands og við embættinu tekur Mikhail Mizintsev. Rússneska varnarmálaráðuneytið skýrði nýlega frá þessu á Telegram.

Bulgakov bar ábyrgð á birgðaflutningum rússneska hersins en eins og kunnugt er hafa Rússar átt í miklum vandræðum með birgðaflutninga sína í Úkraínu.

Ákvörðunin um brottrekstur hans var tekin skömmu eftir að Vladímír Pútín, forseti, tilkynnti að 300.000 karlar verði kvaddir í herinn.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að Bulgakov fái ný verkefni en ekki er skýrt frá hver þau eru.

Mizintsev er sextugur hershöfðingi sem hefur hlotið viðurnefnið „Slátrarinn frá Maríupól“ en hann er sagður hafa fyrirskipað hinar grimmdarlegu stórskotaliðsárásir á borgina sem var lögð nær algjörlega í rúst. Hann er einnig sagður hafa komið við sögu í stríðinu í Sýrlandi þar sem hann hafi fyrirskipað árásir á almenna borgara.

BBC segir að margir í Kreml hafi varpað sökinni á erfiðleikum rússneska hersins í Úkraínu á Bulgakov vegna erfiðleikanna við birgðaflutninga. Hann hafði stýrt þeim málum síðan 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum