fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Flýja áætlun Pútíns – „Ég vil ekki deyja“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 08:01

Það voru langar bílaraðir á landmærum Finnlands og Rússlands um helgina. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn tilkynnti Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, um herkvaðningu 300.000 karla sem senda á til Úkraínu til að berjast. Strax í kjölfar tilkynningar hans jókst straumur Rússa úr landi til nágrannalandanna. Nú ætla rússnesk stjórnvöld að grípa til harðra aðgerða til að stöðva þennan landflótta því Pútín óttast að missa tökin á landinu.

Á sunnudaginn töldu rússnesk yfirvöld að rúmlega 260.000 manns hefðu yfirgefið landið síðan tilkynnt var um herkvaðninguna.

Inna Sangadzhieva, aðalráðgjafi hjá Helsinkinefndinni, sagði í samtali við TV2 að þetta væru viðbrögð fólks sem vill ekki taka þátt í stríðinu. Fyrir marga sé stríðið núna fyrst orðið að raunveruleika því fólk leiti oft bara að upplýsingum sem snerta það sjálft. Rússum hafi einnig verið sagt af yfirvöldum að um sérstaka hernaðaraðgerð væri að ræða og að allt gengi eins og það ætti að ganga. Þetta hafi átt að róa fólk.

Hópar aðgerðasinna eru byrjaðir að dreifa upplýsingum til fólks sem vill fela sig til að sleppa við herkvaðningu. Er fólkinu veitt ráð um hvernig það eigi að bera sig að til að leynast fyrir yfirvöldum.

Einnig hefur komið til mótmæla víða í Rússlandi og mörg þúsund manns hafa verið handtekin. Sumir hafa verið fluttir beint á lögreglustöð og afhent bréf um herkvaðningu.

Sangadzhieva segir að það að fólk flýji land bendi til að herkvaðningin hafi verið mörgum mikið áfall. Nú átti fólk sig á afleiðingunum.

Um helgina komu 17.000 Rússar til Finnlands en miklu fleiri hafa farið til Kasakstan og Georgíu en Rússar þurfa ekki vegabréfsáritun þangað.

Langar raðir hafa myndast við landamæri Rússlands og Georgíu og við eina landamærastöðina var röðin 20 km löng og það tekur 3-4 daga að komast yfir landamærin. Til að flýta fyrir er fólki nú heimilað að fara fótgangandi yfir landamærin og sumir koma á reiðhjólum eða mótorhjólum til að geta hraðað sér frá Rússlandi.

„Ég vil ekki deyja í stríði,“ sagði rússneskur námsmaður að nafni Fedor í samtali við Reuters.

„Ég vil ekki drepa Úkraínumenn. Staðan er hörmuleg,“ sagði Max, 22 ára, og bætti við að fólk væri að flýja einræðisstjórn Pútíns: „Ég sný aftur til Rússlands þegar stríðinu er lokið og valdatími Pútíns er liðinn, þegar Rússland er lýðræðislegt evrópskt land með mannréttindi, frjálsa fjölmiðla og almennilegt lýðræðislegt kerfi.“

Rússneski netmiðillinn Meduza sagði á sunnudaginn að Rússar muni loka landamærum sínum þannig að karlmenn á herskyldualdri fái ekki að fara úr landi. Dagblaðið FSB segir að brynvarin ökutæki hafi verið send að landamærunum við Georgíu og verði notuð ef fólk reynir að ryðjast yfir landamærin.

Sangadzhieva sagði það sýna á hvaða leið einræðisstjórnin í Rússlandi sé að hún grípi til harðra aðgerða til að loka landamærunum. Hún sagði að einræðisstjórnareinkenni hafi byrjað að sýna sig 2020 þegar Pútín fékk stjórnarskránni breytt þannig að hann geti setið sem forseti til 2036. Hún sagði það fylgja slíkum stjórnarháttum, þegar einræðistilburðirnir verða sífellt meiri, að reynt sé að stjórna almenningi enn frekar.

„Það lítur út fyrir að Rússar séu að missa tökin. Eitt er sjálf innrásin í Úkraínu sem hefur ekki gengið samkvæmt áætlun og stjórn stríðsrekstursins hefur heldur ekki gengið eftir áætlun. Það var örugglega ekki ætlunin að svona mörgum myndi bregða við herkvaðninguna,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“