fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Símahrekkur gerði talsmann Pútíns öskureiðan – Afhjúpaði elítuna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. september 2022 05:20

Peskovfeðgarnir. Mynd:PDMNews

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan venjulegir rússneskir karlmenn eru neyddir til að gegna herþjónustu virðast synir valdhafanna sleppa við að vera sendir í stríð. Þetta kom fram í símahrekk sem var gerður fyrir helgi. Þá hringdi fréttamaður í Nikolay Peskov, 32 ára son Dmytriy Peskov, talsmanns Pútíns.

Fréttamaðurinn kynnti sig sem sem starfsmann hersins og væri hans hlutverk að kalla menn til herþjónustu. Nikolay hélt að um raunverulegt símtal væri að ræða og að yfirvöld vildu kalla hann til herþjónustu. Hann sagðist ekki ætla að mæta og að málið „yrði leyst á annan hátt“.

En hann hafði ekki hugmynd um að símtalið var tekið upp á myndband sem var síðan sett í dreifingu á Telegram, TikTok og Twitter.

Fréttamaðurinn hringdi að sögn í Nikolay og spurði af hverju hann hefði ekki svarað innköllun til herþjónustu. Í fyrstu var ekki talið að það hefði verið Nikolay sem svaraði í símann en síðan staðfesti faðir hans að svo hefði verið. Hann sagði að upptakan, sem gengur ljósum logum um samfélagsmiðla, hafi verið tekin úr samhengi til að láta málið líta illa út fyrir son sinn. „Biðjið þá að birta allt samtalið,“ sagði hann í samtali við PDMNews.

Það var gert. Upptökuna er hægt að sjá með enskum texta hér fyrir neðan.

Höfuðpaurinn á bak við símtalið var rússneski fréttamaðurinn Dmitry Nisovtsev, sem er mjög gagnrýninn á rússnesk stjórnvöld, og er einn af þeim sem setur efni inn á YouTube-rásina Popular Politics en hún er mjög gagnrýnin á Vladímir Pútín, forseta.

Nikolay Peskov. Mynd:Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í stuttu máli sagt kemur fram í samtalinu að Nikolay sagðist ekki ætla að mæta til herþjónustu, eftir að Dmitry sagði honum að hann hefði verið kallaður til herþjónustu, og að hann væri Peskov og málið yrði leyst eftir öðrum leiðum.

Samtalið gerði fólki ljóst að Nikolay Peskov á ekki að fara á vígvöllinn í Úkraínu eins og mörg hundruð þúsund karlar, sem ekki tilheyra valdastéttinni, eiga að gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“