fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Tekur hótunum Pútíns alvarlega – „Hættulegt augnablik“ að eiga sér stað

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 24. september 2022 16:10

Til vinstri: Josep Burell - til hægri: Vladímír Pútín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joseph Borell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að Evrópusambandið verði að taka hótunum Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, alvarlega. Í samtali við BBC segir Borell að nú sé „hættulegt augnablik“ að eiga sér stað í stríðinu.

Hótanirnar sem Borell vísar til komu í ávarpi frá Pútín fyrr í vikunni. Í ávarpinu sagði Pútín að Rússland byggi yfir mismunandi gereyðingarvopnum og að hann myndi nota allt í vopnabúrinu til að vinna stríðið. „Ég er ekki að plata,“ sagði hann svo.

Í sömu ræðu tilkynnti forsetinn um herkvaðningu sem hefur valdið því að fjölmargir Rússar freista þess nú að flýja landið til að koma sér hjá því að verða sendir á víglínurnar. Herkvaðningin nær þó ekki til allra, einungis þeirra sem eru í varaliði hersins.

Lesa meira: Pútín tilkynnir um herkvaðningu -„Ég er ekki að plata“

Illa hefur gengið hjá rússneska hernum í stríðinu að undanförnu en úkraínski herinn hefur náð að ýta þeim til baka á nokkrum vígvöllum. „Það er búið að ýta rússneska hernum út í horn og viðbrögð Pútíns við því – að hóta því að nota kjarnorkuvopn – það er mjög slæmt,“ segir Borell. „Þegar fólk segist ekki vera að plata, þá verðurðu að taka því alvarlega.“

Borell segir að það verði að diplómatísk lausn á stríðinu verði að nást og að sú lausn verði að koma til með að varðveita fullveldi sem og landhelgi Úkraínu. „Hin lausnin er að klára þetta stríð en þá verður ekki friður og við munum fá annað stríð,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum