fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Nánir bandamenn Rússa eru farnir að láta óánægju sína í ljós

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 06:58

Vladimir Pútín er orðinn þreyttur á gagnrýni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkin verða sífellt skýrari og það er eiginlega bara hægt að lesa þau á einn hátt. Fyrrum nánir bandamenn Rússlands og Vladímírs Pútíns hafa fengið nóg. Þeir eru taugaóstyrkir og nú eru þeir byrjaði að láta óánægju sína í ljós.

„Rússland stendur að mörgu leyti verr en það gerði áður en ráðist var inn í Úkraínu,“ sagði Claus Mathiesen, lektor við danska varnarmálaskólann, í samtali við B.T. Hann fylgist vel með stöðu mála í Rússlandi og sér merki um að Rússar séu að einangrast sífellt meira.

Fyrrum nánir bandamenn, fyrrum hluti af Sovétríkjunum og góðir vinir fjarlægjast nú Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu.

„Rússar eru að ýta Kasakstan og öðrum mikilvægum bandamönnum frá sér,“ sagði Mathiesen og nefndi þessu til stuðnings að í síðustu viku hafi forsetar Kasakstan og Aserbaídsjan fundað. Venjulega tali þeir rússnesku en nú hafi þeir talað tyrknesku. Það séu skýr skilaboð til Rússlands.

Hann sagði einnig að myndbönd, sem sýna hópakstur í Kasakstan með fjölda úkraínskra fána, hafi verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það séu einnig skýr skilaboð. Fleiri dæmi eru einnig til. Til dæmis myndband sem sýnir Rússa í Kasakstan verða fyrir miklu aðkasti þegar þeir höfðu límt „Z“ á bíl sinn.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá DIIS, tók í sama streng og sagði að Rússar hafi náð úkraínsku landsvæði á sitt vald en hafi tapað mörgu öðru. Meðal annars séu margir fyrrum nánir bandamenn landsins að færast frá því, þar á meðal Kasakstan.

Mathiesen sagði að Kasakstan sé mikilvægasta landið í Mið-Asíu fyrir Rússland. En í Kasakstan séu vaxandi áhyggjur af að landið geti að lokum staðið í sömu sporum og Úkraína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna