fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Hryllingsárásin fyrir utan 203 Club – Daniel dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 26. ágúst 2022 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, var í gær dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafulla líkamsárás á ungan mann fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club á Austurstræti í mars. Vísir greindi frá niðurstöðunni, en dómur hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu dómstóla.

Árásin vakti töluverða athygli á sínum tíma eftir að móðir árásarþola tjáði sig opinskátt um atvikið á Facebook og gagnrýndi að viðstaddir hafi ekki komið syni hennar til aðstoðar. Sagði hún að dyraverðir á 203 Club hafi fylgst með, en ekkert gert til að stöðva árásina. Þurfti sonur hennar sjálfur að koma sér í sjúkrabíl og óska eftir aðstoð.

Sjá einnig: Hryllingsárásin fyrir utan 203 Club:Réttað yfir Daníel og Raúl í ágúst – Ákært fyrir tilraun til manndráps

Árásarþoli hlaut samfall á báðum lungum auk fleiri áverka eftir árásina en Daníel stakk hann með því sem talið er hafa verið skrúfjárn.

Daníel þarf að greiða þolanda 1,5 milljón í miskabætur.

Saksóknari ákærði Daníel í málinu fyrir tilraun til manndráps, enda ljóst að illa hefði geta farið. Hins vegar taldi dómari að ekki væri hafið yfir allan vafa að Daníel hafi verið ljóst að bani kynni að hljótast að árásinni og því var sakfelld fyrir ákvæði í hegningarlögum sem fjallar um stórfellda líkamsárás.

Sjá einnig: Hryllingsárásin fyrir utan 203 Club:Réttað yfir Daníel og Raúl í ágúst – Ákært fyrir tilraun til manndráps

Með Daníel var maður að nafni Raúl Ríos Rueda, en hann var ákærður sem samverkamaður Daníels og hlaut þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og þarf að greiða árásárþola 400 þúsund krónur í miskabætur.

Aðalmeðferð í málinu fór fram fyrr í þessum mánuði og voru þar kölluð til um 15 vitni, þar á meðal sjónarvottar að árásinni, læknar og meðferðaraðilar auk viðbragðsaðila.

Sjá einnig: Hryllingsárásin fyrir utan 203 Club:Um 15 vitni kölluð til í dómsal – Örlög Daníels og Raúl nú í höndum dómara

Þá var Daníel einnig sakfelldur yfir að hafa veist að 24 ára karlmanni fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í júlí árið 2021 og þar rekið honum olnbogaskot í andlitið. Hlaut þolandi þar tannbrot á tveimur framtönnum auk yfirborðsáverka á höfði og hægri hendi. Þarf Daníel að greiða þeim þolanda 500 þúsund krónur í miskabætur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Í gær

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Í gær

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“