fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Fréttir

Tekjudagar DV – Meira upp úr því að hafa að gæta hagsmuna stórfyrirtækja en launþega

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins fá vel greitt fyrir að gæta hagsmuna öflugustu fyrirtækja landsins. Þau eru öll með mánaðarlaun um 3,7 milljónir.

Bæði Heiðrún Lind og Halldór Benjamín lækka í launum milli ára. Heiðrún Lind var með 4 milljónir í mánaðarlaun árið 2021 en Halldór Benjamín með um 4,3 milljónir á mánuði. Sigurður hækkar þó milli ára en hann var með 3,3 milljónir á mánuði í fyrra.

Til samanburðar eru helstu talsmenn launþega með mun lægri laun. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er með um 1,8 milljón á mánuði, Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands var með rúmlega 1,3 milljónir og Drífa Snædal, fráfarandi forseti ASÍ, um 1,2 milljónir á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar var með rétt rúma milljón í tekjur á síðasta ári en hún hætti sem formaður Eflingar í lok október á síðasta ári en var síðan kosin að nýju í vor.

DV mun í samstarfi við Fréttablaðið birta fréttir úr á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­­stjóra í dag og næstu daga.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir frkvstj. SFS   3.724.207
Sigurður Hannesson frkvstjóri Samtaka iðnaðarins   3.680.072
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins   3.671.408
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR   1.755.366
Vilhjálmur Birgisson form. Verkalýðsfélags Akraness   1.334.626
Drífa Snædal fráfarandi forseti ASÍ   1.155.242
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar   1.040.064
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna