fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Segja vísbendingar um að árás Úkraínumanna á Kherson sé yfirvofandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 07:59

Rússneskur hermaður í Kherson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Rússar hernámu borgina Kherson, sem er í suðurhluta Úkraínu, í byrjun stríðsins hafa þeir reynt að breyta borginni í rússneska borg. Íbúar hafa barist á móti þessu og veitt hernámsliðinu eins mikla mótspyrnu og þeir hafa getað. Nú segja heimildarmenn að merki séu á lofti um að árás Úkraínumanna á borgina sé yfirvofandi.

Sky News skýrir frá þessu. Hernám Kherson er stærsti sigur Rússa í stríðinu og eina stóra borgin sem þeim hefur tekist að leggja undir sig. Eins og kunnugt er fóru þeir sneypuför að Kyiv og urðu að hörfa þaðan eftir harða mótspyrnu Úkraínumanna.

Á síðustu dögum og vikum hafa Úkraínumenn hert árásir sínar nærri borginni og hafa nú eyðilagt þrjár mikilvægar brýr yfir ána Dnipro sem Kherson stendur við, sem gerir Rússum erfitt fyrir við að koma birgðum til hermanna sinna í borginni. Nánast útilokað er að koma þungum ökutækjum yfir ána. Markmið Úkraínumanna virðist vera að þrengja hægt og rólega að birgðalínum Rússa og einangra þá 20.000 rússnesku hermenn sem eru í borginni.

Segir að Rússar hafi yfirgefið 20.000 hermenn nærri Kherson

Sky News segir að talið sé að sókn Úkraínumanna að borginni sé yfirvofandi á næstunni.

Sky News segir að fregnir hafi borist af því að fjölskyldur rússneskra hermanna, sem fluttu til borgarinnar eftir hernám hennar, séu nú flúnar af ótta við sókn Úkraínumanna. Einnig hafa borist fregnir af að yfirmenn  rússneska herliðsins í Kherson hafi forðað sér frá borginni og skilið undirmenn sína eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld