fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Segir útilokað að Rússar geti unnið stríðið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 07:00

Ónýtur rússneskur skriðdreki með úkraínska fánann. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskar hersveitir hafa náð nokkrum árangri á vígvellinum í suðurhluta Úkraínu að undanförnu. Í síðustu viku urðu miklar sprengingar á herflugvelli á Krímskaga og á þriðjudaginn sprungu skotfærageymslur á skaganum og spennistöð skemmdist. Eldur logaði enn í skotfærageymslunum í gær.

Á sunnudaginn færðust Úkraínumenn einu skrefi nær því að geta einangrað rússneskar hersveitir í Kherson frá öðrum rússneskum hersveitum þegar þeir eyðilögðu mikilvæga brú við Nova Kakhovka stífluna.

Jacob Kaarsbo, greinandi hjá hugveitunni Tænketanken Europa, sagði í samtali við TV2 að árásirnar að undanförnu séu staðfesting á því að Úkraínumenn séu að reyna að ná Kherson og Krímskaga aftur á sitt vald. Þeir reyni að hæfa skotmörk langt fyrir aftan víglínuna, langt inni á rússnesku yfirráðasvæði, eins og þeir gerðu með svo góðum árangri í Kyiv í byrjun stríðsins. Þeir ráðist á birgðalínur Rússa sem byggist mjög á flutningum með járnbrautarlestum. Sprengiefnageymslurnar, sem kviknaði í á þriðjudaginn, séu einmitt við járnbrautarteina.

Hann sagði að líklega hafi úkraínskar sérsveitir gert árás á skotfærageymslurnar á þriðjudaginn því ekki sé nein ummerki eftir flugskeyti að sjá á myndum af vettvangi.

Kaarsbo hefur frá upphafi stríðsins sagt að Rússar geti ekki unnið það og segist standa við þá fullyrðingu. Nú standi Rússar frammi fyrir ákveðnum spurningum í ljósi síðustu árása Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala