fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

„Útdauður“ sjúkdómur blossar upp í stórborg – Gæti verið toppurinn á ísjakanum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 07:58

Frá New York. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt sinn var þetta sá sjúkdómur sem Bandaríkjamenn óttuðust einna mest. En 1979 var því lýst yfir að tekist hefði að útrýma honum eftir mikið bólusetningarátak. En nú hefur hann blossað upp á nýtt.

Þetta er lömunarveiki. Eitt tilfelli hefur nú verið staðfest í New York og þess utan hafa merki um sjúkdóminn fundist í skólpi í sjö hverfum borgarinnar. Af þessum sökum er óttast að sjúkdómurinn hafi nú þegar breiðst út í stórborginni.

New York Times hefur eftir Mary T. Bassett, yfirmanni heilbrigðismála í New York ríki, að hætta sé á að mörg hundruð manns hafi smitast. „Út frá þeirri vitneskju sem við höfum um fyrri faraldra lömunarveiki verðum við að átta okkur á að fyrir hvert staðfest smit geta mörg hundruð til viðbótar verið smitaðir,“ sagði hún. Þetta gæti því verið toppurinn á ísjakanum.

Lömunarveiki leggst oftast á börn og af þeim sökum er bólusetning gegn lömunarveiki skylda í Bandaríkjunum. En í sumum hverfum New York er lítið eftirlit með að börn séu bólusett að sögn New York Times og því eru ekki öll börn bólusett.

Bassett hvetur alla fullorðna, ekki síst barnshafandi konur, börn og ungmenni til að láta bólusetja sig ef þau eru ekki bólusett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns