fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Kertum fleytt til minningar fórnalamba kjarnorkuárása

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí og lagt um leið áherslu á kröfur sínar um veröld án kjarnorkuvopna. Á síðustu mánuðum hefur heimsbyggðin verið óþyrmilega minnt á þá ógn sem enn stafar af þessum skelfilegustu vopnum sem mannkynið hefur skapað. Blóðugar styrjaldir í Úkraínu og víðar eru áminning um að sjaldan hefur verið mikilvægara að fólk haldi á lofti málstað friðarstefnunnar.

Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur fyrir kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn og verður hún að þessu sinni haldin á Nagasakídaginn, þriðjudaginn 9. ágúst. Safnast verður saman á suðvesturbakkanum við Skothúsveg kl. 22:30. Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur og bókmenntafræðingur flytur stutt ávarp en fundarstjóri verður Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir. Að athöfn lokinni verður kertum fleytt á Tjörninni, en hægt verður að kaupa flotkerti á staðnum fyrir 500 krónur.

Kertafleytingar fara víðar fram en í Reykjavík, en sjaldan eða aldrei hefur verið fleytt á jafnmörgum stöðum. Á Ísafirði og Patreksfirði verða fleytingar á sama tíma og í Reykjavík, en á Akureyri hefst samkoman hálftíma fyrr. Á Egilsstöðum og í Seyðisfirði verða friðarsamkomurlaugardaginn 6. ágúst, á Hírósímadaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos