fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Talið verulega líklegt að það gjósi á næstunni – Mikið flæði – Grímsvötn bæra einnig á sér

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 06:40

Fagradalsfjall. Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í gær þá telja sérfræðingar verulegar líkur á að eldgos hefjist á Reykjanesskaga á næstu dögum eða vikum. Þá eru Grímsvötn farin að bæra á sér og ekki útilokað að þar gjósi á næstunni.

Vísindamenn hjá Veðurstofu Íslands gerðu líkön, byggð á gervihnattagögnum, í gær sem sýna aflögun jarðskorpunnar. Benda þau til að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, á um eins kílómetra dýpi undir yfirborðinu. Talið er að kvika flæði inn á tvöfalt meiri hraða en fyrir gosið í mars á síðasta ári. Morgunblaðið skýrir frá þessu.

Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði að í gær hafi byrjað að rjúka úr jörðu á gosstöðvunum frá í mars og virðist það vera leið fyrir gas til að komast upp. Hún sagði þetta merki um að kvika sé nálægt yfirborðinu.

Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu síðdegis í gær þar sem sagði að nú virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni og eins og staðan var síðdegis í gær. Á síðasta ári gerðist hið sama og var þá fyrirboði gossins. „Innskotið nú er meðfram nyrðri hluta kvikugangsins frá í fyrra og nær frá miðju gangsins hálfa leið að Keili. Líkurnar á því að það gjósi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa því aukist og eru taldar verulegar,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Ellefu ár eru liðin síðan Grímsvötn gusu síðast og þykir það langur tími því þar gýs venjulega á tíu ára fresti sagði Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við mbl.is.

Fluglitakóða Grímsvatna var breytt úr grænum í gulan í gær í kjölfar þess að nokkrir skjálftar, yfir 1 að stærð, mældust þar. Sá öflugasti var 3,6. Þykir skjálftavirknin í Grímsvötnum vera meiri en eðlileg bakgrunnsvirkni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt