fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Vilja helst að útlendingar borgi fyrir aðgang að náttúruperlum en ekki Íslendingar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 06:47

Ferðamenn við Skógarfoss. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill meiri­hluti Íslendinga vill að tekið verði gjald af er­lendum ferða­mönnum fyrir að­gang að náttúru­perlum hérlendis. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Þegar spurt var um gjaldtöku af Íslendingum kom hins vegar annað hljóð í skrokkinn,

Alls voru yfir 72% prósent aðspurðra sam­mála því að tekið verði gjald af er­lendum ferða­mönnum fyrir að­gang að okkar helstu náttúru­perlum. Að­eins 30% eru hins vegar fylgjandi slíkri gjald­töku af Ís­lendingum.

 

Lítill munur er á af­stöðu til gjald­töku milli kynja og eftir tekjum en enginn munur er á af­stöðu íbúa höfuð­borgar­svæðisins og lands­byggðarinnar. Ungt fólk vill síður sjá gjaldtöku, bæði hvað varðar er­lenda ferða­menn og Ís­lendinga, en stuðningurinn eykst jafnt og þétt með hækkandi aldri.

Um net­könnun var að ræða sem fram­kvæmd var dagana 22. júní til 4. júlí. Úr­takið var 2.000 ein­staklingar 18 ára og eldri. Svar­hlut­fallið var 50,8 prósent

Þá kemur fram að íslensk stjórnvöld skoða þann möguleika að ráðast í tekju­öflun af ferða­mönnum frá og með 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans