fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Innbrot – Ökumenn í vímu – Hraðakstur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 05:33

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um tvö innbrot á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Annað þeirra var í fyrirtæki í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Þar var rúða brotin og sjóðvél, með peningum, stolið. Hitt var í verslun í Breiðholti. Þar var sömuleiðis rúða brotin og sjóðvél, með peningum, stolið.

Fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum. Einn var einnig kærður fyrir of hraðan akstur en hraði bifreiðar hans mældist 113 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.

Ætluð fíkniefni fundust hjá ökumanni sem var stöðvaður í gærkvöldi. Mikil fíkniefnalykt var af honum og var því leitað að fíkniefnum á honum.

17 ára ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á tólfta tímanum. Hraði bifreiðar hans mældist 116 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Haft var samband við forráðamann hans og barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna