fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Hinn grunaði í Barðavogsmálinu sakaður um dýraníð og lýsti hundahatri á Instagram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. júní 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem grunaður er um að hafa orðið nágranna sínum að bana í húsi við Barðavog á laugardagskvöld hefur lengið valdið nágrönnum sínum áhyggjum með ógnvekjandi framferði. Telja þeir hann ekki hafa notið þeirra úrræða í heilbrigðiskerfinu sem hann hafi haft augljósa þörf fyrir.

Sjá einnig: Nágranni segir hinn grunaða hafa sýnt af sér ógnandi hegðun – „Þetta er hræðilegt en maður hefur verið að bíða eftir þessu“

Árið 2019 greindi DV frá því að kornungur maður væri sakaður um að hafa sparkað í höfuð á hundi nálægt Langholtskirkju. DV ræddi við eiganda hundins, konu sem var með hundinn á gangi er maðurinn sparkaði í höfuð dýrsins og gekk síðan hlæjandi í burtu. Tilkynnti hún málið til lögreglu á sínum tíma. Hún greindi einnig frá því í íbúahópi á Facebook og þar lýstu fleiri íbúar mannsins ofbeldisfullu atferli hans í garð hunda.

DV greindi einnig frá því um sama leyti að maðurinn hefði lýst miklu hatri í garð hunda í færslu á Instagram. Hann skrifaði: „Ég hata hunda. Hefur þú einhvern tíma sparkað í hund? Já, og fyrst þegar ég gerði það var þegar eitt af þessum skítugu kvikindum reyndi að bíta mig og 2 yngri börn þegar ég var 11 ára.“

Í þeirri frétt var einnig greint frá fleiri atvikum þar sem maðurinn var sakaður um að sparka í hunda.

DV náði einnig tali af móður mannsins sem sagðist telja að hann væri hættur þessu athæfi, þ.e. að sparka í hunda. Sagðist hún hafa gert sitt til að leysa málið. Móðirin kann að hafa haft rétt fyrir sér því ekki hafa borist sögur af meintu ofbeldi mannsins í garð hunda síðan um þetta leyti. Framkoma hans hefur engu að síður valdið íbúum í nágrenninu áhyggjum og þeim staðið ógn af honum. Tvö lögregluútköll voru vegna mannsins á föstudag, sólarhring fyrir  voðaverkið. Hann var hins vegar ekki handtekinn fyrr en eftir það atvik, þ.e. á laugardagskvöld.

Hinn grunaði er fæddur árið 2001. Hann býr í risíbúð í húsinu þar sem voðaverkið var framið, ásamt móður sinni, en hún hefur ekki verið heima undanfarna daga, að sögn nágranna.

Eins og þegar hefur komið fram í fréttum hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. júlí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill