fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Ragnar Freyr fokreiður – „Algert klúður í uppsiglingu!“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. maí 2022 15:26

Ragnar Freyr Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir gagnrýnir harðlega að öllum hjúkrunarfræðingum Læknavaktarinnar verði sagt upp fyrir mánaðamót þar sem til standi að færa símaráðgjöf Læknavaktarinnar yfir til Heilsugæslunnar.

„Heilsugæslan er að sölsa undir sig verkefni sem hefur verið í meira þrjá áratugi á höndum Læknavaktarinnar. Við góðan orðstír og í stöðugri þróun,“ segir Ragnar í Facebookfærslu um málið.

Hann segir ennfremur ljóst að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vanmeti umfang og eðli starfsins.
„Það er verið að lækka þjónustustig með því að setja ritara í framlínu sem hingað til hefur verið mönnuð hjúkrunarfræðingum. Og þetta mun kosta mun meira en það gerir í dag!,“ segir Ragnar.

Hann bendir ennfremur á að nú þegar sé biðtími eftir lækni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 4-8 vikur og því skjóti skökku við að stofnunin sé að bæta við sig fleiri verkefnum.
Ragnar lýkur svo skrifum sínum á orðunum: „Algert klúður í uppsiglingu!“

Í frétt Vísis um málið segir Elva Björk Ragnarsdóttir, fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni, að það sé óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar í heilbrigðiskerfinu.

Hún segir starfsemina hafa verið í mjög góðum farvegi hjá Læknavaktinni og í rauninni hafi einu skýringarnar sem þau fengu verið þær að það þyrfti að samræma upplýsingagjöf á einum stað, hjá heilsugæslunni. Þetta sé þó slæmt skref á þessari stundu, ekki síst í ljósi yfirlýsinga Landspítala um gríðarlegt álag á bráðamóttöku

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram