fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Eigandi starfsmannaleigu ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti – Talinn hafa svikið yfir 160 milljónir króna undan skatti

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 26. maí 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Halldór Ólafsson, fyrrum eigandi starfsmannaleigunnar Ztrong Balkan ehf., hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir meiriháttar brot á skattalögum og fyrir peningaþvætti við í rekstri einkahlutafélags.

Ztrong Balkan, sem var með aðsetur í Síðumúla, fór í þrot vorið 2020, aðeins rúmu ári eftir að félagið hóf starfsemi eins og DV greindi frá á sínum tíma. Lýstar kröfur í búið voru um 155 og hálf milljón. Engar eignir fundust í búinu upp í kröfur en starfsemi þess var síðan sent til skoðunar hjá héraðssaksóknara.

Sjá einnig: Stórt gjaldþrot starfsmannaleigu – Eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara

Rekið eins og starfsmannaleiga

Í samtali við DV sagði skiptastjóri félagsins, Sigurbjörn Magnússon lögmaður, að opinberlega hafi Ztrong Balkan verið verktakafyrirtæki en það lýsti ekki starfsemi félagsins með réttmætum hætti.

„Fyrirsvarsmaður félagsins, Sverrir Halldór Ólafsson, lýsti því yfir að um væri að ræða verktakafyrirtæki en réttara væri að lýsa félaginu sem starfsmannaleigu. Félagið sendi starfsmenn á sínum vegum í ýmis byggingaverkefni á höfuðborgarsvæðinu. Stærð gjaldþrotsins skýrist einkum af því að nokkur fjöldi erlendra starfsmanna var á launaskrá félagsins en félagið stóð ekki í skilum á opinberum gjöldum og iðgjöldum í lífeyrissjóð o.fl. vegna þeirra og er það mál nú til skoðunar hjá héraðssaksóknara,“ sagði Sigurbjörn.

Rannsókn Héraðssaksóknara leiddi svo til þess að ákæra var gefin út á hendur Sverri Halldóri og tengist hún rekstri fjögurra einkahlutafélaga, K7077 ehf, S7077 ehf, Skjöldu ehf. og Ztrong Balkan ehf.

Er Sverrir Halldór ákærður fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti eða staðgreiðslu opinberra gjalda við rekstur félaganna og hafa nýtt fjármunina í annan rekstur sem telst sem peningaþvætti. Brotin áttu sér öll stað á rekstrarárinu 2019 og nema rúmlega 160 milljónum króna alls.

Verði hann fundinn sekur má hann búast við háum sektum og allt að tveggja ára fangelsi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum