fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Lilja hitti meðlimi Pussy Riot – „Það var áhrifamikið að hitta þessar hugrökku konur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. maí 2022 09:28

Lilja Alfreðsdóttir ásamt meðlimum Pussy Riot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti meðlimi hljómsveitarinnar Pussy Riot á æfingu sveitarinnar í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.  Hljómsveitin undirbýr tónleikaröð sína um Evrópu hér á landi og hefur verið við æfingar í Þjóðleikhúsinu. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur verið þeim innan handar hér á landi.

„Það var áhrifamikið að hitta þessar hugrökku konur,“ er haft eftir Lilju í tilkynningunni.„Ég ræddi meðal annars við þær um bókina Rússland Pútíns, eftir blaðakonuna Anna Politkovskaja, bók sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég las hana. Við ræddum einnig um stöðuna í Úkraínu, en þær sögðu mér að það væri forgangsmál hjá þeim að styðja við íbúa Úkraínu og að hugur þeirra, okkar og heimsbyggðarinnar, væri hjá þeim.“

Þá kom fram í máli þeirra að líkur séu á að allt að fjórar milljónir Rússa hafi flúið Rússland á undanförnum mánuðum af ótta við allsherjar herkvaðningu.

Hljómsveitin Pussy Riot var stofnuð í Moskvu árið 2011 og er feminískt pönksveit. Þær stefna á að halda tónleika á Íslandi í haust og hvatti ráðherra þær til þess. Þær hafa í gegnum list sína verið með gjörninga og mótmæli, hampað femínískum boðskap en hafa jafnframt þurft að sitja í fangelsi í Rússlandi fyrir pólitískar skoðanir sínar og aðgerðir. Árið 2012 hlutu þær friðarverðlaun John Lennon og Yoko Ono, en verðlaunin voru þá veitt við athöfn í Viðey þegar kveikt var á friðarsúlunni.

Lilja ræðir við meðlimi hljómsveitarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim