fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Fjögur ný ráðin í markaðsteymi Origo

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. maí 2022 11:36

Markaðsteymi Origo. Frá vinstri eru Anna Gréta Oddsdóttir, Lydía Dögg Egilsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Birta Aradóttir, Auður Karitas Þórhallsdóttir, Lóa Bára Magnúsdóttir og Magnús Máni Hafþórsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Origo hefur ráðið fjóra nýja liðsmenn í markaðsteymi fyrirtækisins. Ráðningarnar eru liður í stefnumótun Origo sem hefur hafið vegferð til að auka áherslu á markaðsmálin; setja neytandann í fyrsta sætið og gera vöruframboðið sterkara og hnitmiðaðra.Lydía Dögg Egilsdóttir og Birta Aradóttir hafa verið ráðnar sem sérfræðingar í markaðsmálum inn á markaðsdeild Origo. Þar starfa fyrir Auður Karitas Þórhallsdóttir vefstjóri, Kristín Björnsdóttir sérfræðingur og Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri.„Við höfum fengið til liðs við okkur mjög öfluga einstaklinga sem munu gera okkur kleift að taka markaðsstarfið á hærra stig. Þau hafa hver sína sérhæfingu og mynda teymi sem getur náð vel utan um verkefnin framundan. Við ætlum að breyta leiknum, vinna mun markvissara, neytendamiðaðra og gagnadrifnara markaðsstarf til að tryggja árangur hjá Origo. Við sækjum fram með það að leiðarljósi að betri tækni bæti lífið,“ segir Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri OrigoBirta Aradóttir kemur frá Notendalausnum Origo þar sem hún var vörustjóri Lenovo. Hún hefur sterkan bakgrunn í markaðssamskiptum, birtingum og vörumerkjastjórnun. Áður starfaði hún sem alþjóðlegur vörumerkjastjóri hjá CO-RO í Kaupmannahöfn, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og birtingastjóri á Hvíta húsinu auglýsingastofu. Birta er með M.Sc. í Corporate Communications frá University of Amsterdam.Lydía Dögg Egilsdóttir er nýr sérfræðingur í markaðsdeild Origo og hefur reynslu í verkefnastjórnun, markaðssamskiptum og hönnun. Hún starfaði áður sem verkefnastjóri markaðsmála hjá Gróðurhúsinu í Hveragerði – hótel, mathöll og verslanir og þar áður hjá Gray Line Iceland. Lydía er með BA í Business and Design: Sustainable Communication frá Copenhagen School of Design and Technology.Auk þess hafa markaðsmálin verið færð nær tekjusviðunum með það markmið að auka tenginguna við sölustarfið. Þar hefur verið bætt við tveimur stöðugildum í markaðsmálum að auki.Anna Gréta Oddsdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur í markaðsmálum fyrir Notendalausnir. Anna Gréta kemur frá auglýsingastofunni Ketchup Creative þar sem hún sinnti fyrst starfi texta- og hugmyndasmiðar og varð síðar rekstrarstjóri. Anna Gréta er með BSC í sálfræði frá HáskólaÍslands og mastersgráðu í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.Magnús Máni Hafþórsson hefur störf í hugbúnaðrlausnum Origo en starfaði áður hjá Sprotalausnum Origo. Magnús er að leggja lokahönd á mastersnám í viðskiptafræðum. Hann hefur fjölbreyttan bakgrunn í markaðsmálum en sérhæfir sig í gagnadrifinni markaðsetningu og stafrænni stefnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf