fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Saka Rússa um efnavopnaárás í Maríupól

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 04:08

Mariupol er nú í höndum Rússa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínsk stjórnvöld staðhæfa að Rússar hafi beitt efnavopnum í Maríupól í gærkvöld. Segja þau að Rússar hafi notað dróna til að losa eiturefni yfir borginni.

Ivanna Klympusj, þingkona á úkraínska þinginu og formaður aðlögunarnefndar þingsins að aðild að ESB, skrifaði á Twitter að árás, líklega þar sem efnavopnum var beitt, hafi verið gerð um klukkan 22 í gærkvöldi.

Azov-herdeildin, sem heyrir undir úkraínska þjóðvarðliðið segir að Rússar hafi notað efnavopn í borginni. Fólk hafi átt erfitt með andardrátt og einnig hafði það átt erfitt með að hreyfa sig. Þetta kemur fram í færslu á Telegram.

Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, skrifaði á Twitter að bresk yfirvöld vinni nú að rannsókn á málinu til að fá staðfest hvort þessar fréttir séu réttar. „Notkun á efnavopnum myndi vera hryllileg stigmögnun átakanna og Bretland mun gera Pútín og stjórn hans ábyrga fyrir slíku,“ skrifaði hún.

Í ávarpi til úkraínsku þjóðarinnar í nótt varaði Volodymyr Zelenskyy, forseti, við því að Rússar muni hugsanlega beita efnavopnum og að nauðsynlegt sé að Vesturlönd grípi til enn frekari refsiaðgerða gegn þeim til að halda þeim frá því að beita efnavopnum. Hann sagði ekki að efnavopnum hafi verið beitt enn sem komið er. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga