fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Hafði ekki áhuga á faðmlagi frá formanni Bændasamtakanna – „Þá kom á hann og hann fór“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 3. apríl 2022 22:52

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mín upplifun var ekki sú að það hafi soðið upp úr milli mín og Gunnars. Sannleikurinn er sá að hann var hress og vildi faðma mig, sem var ekki gagnkvæmt. Þá kom á hann og hann fór. Að sjálfsögðu var Gunnar velkominn,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við DV.

Fyrr í dag kom fram í Orðinu á götunni að Lilja og Sigurður Ingi Jóhannesson, innviðaráðherra, stæðu í miðju moldviðri vegna atvika á gleðskap í tilefni af Búnaðarþingi. Kom fram að Sigurður Ingi væri sakaður um að viðhafa niðrandi ummæli um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og að soðið hafi upp úr milli Gunnars Þorgeirssonar, formanns samtakanna, og Lilju á sömu samkomu.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Eins og áður segir vísar Lilja því alfarið á bug að eitthvað slíkt hafi átt sér stað né þá, sem líka er hávær orðrómur um, að hafa hreinlega vísað Gunnari á dyr. „ Ég og Gunnar höfum tekist á undanfarið vegna Garðyrkjuskóla Íslands og ég hef ekki verið ánægð með framgöngu hans í þeirri vinnu. Ég legg mig fram um það að koma hreint fram og Gunnar er meðvitaður um þá skoðun mína. Ég hafði því ekki mikinn áhuga á faðmlagi frá honum í þessum gleðskap og sagði honum það einfaldlega,“ segir Lilja.

Hún segir að þá hafi komið á Gunnar og hann í raun hrökklast sjálfur út.  Hún segist hafa rætt við Gunnar í síma í dag og að þau hafi átt hreinskilið samtal um málið. „Það var ágætt að hreinsa loftið. Við munum hittast fljótlega á fundi og ég er fullviss um að við getum áfram átt faglegt samstarf,“ segir Lilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt