fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Fréttir

Frosti stígur fram og biðst afsökunar á hegðun sinni – „Ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir“

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason, fjölmiðlamaður, birti fyrir stuttu yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni gagnvart fyrrum kærustu sinni, Eddu Pétursdóttur.

Í morgun birtist viðtal við Eddu í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur þar sem hún segist hafa lifað í  stöðugum ótta í tæpan áratug við að fyrrverandi kærasti hennar myndi standa við hótanir sínar um að birta af henni nektarmyndbönd. Hún segir hann hafa tekið myndböndin án hennar leyfis og vitundar og hótað að birta þau ef hún myndi ekki verða að óskum hans.

Sjá einnig: Edda lifði í stöðugum ótta í tæpan áratug – „Það sem ég vissi ekki var að hann tók upp kynferðisleg myndbönd af mér og geymdi þau

Frosti var ekki nafngreindur í viðtalinu en hann gengst við gjörðum sínum í yfirlýsingu sinni sem hann birti í lokaðri færslu. Kveðst hann hafa verið á vondum stað á þessum tíma en hafi leitað sér hjálpar hjá sálfræðingi, þerapista og tólf spora samtökunum.

Yfirlýsing Frosta í heild sinni

Í dag birtist viðtal við fyrrverandi kærustu mína sem ég átti í sambandi við á árunum 2009-2012 og var til umfjöllunar í Stundinni.
Ég vil taka það skýrt fram að ég tek fulla ábyrgð á minni hegðun og rengi ekki upplifun hennar. Samband okkar var ekki heilbrigt og framkoma okkar við hvort annað langt í frá til fyrirmyndar. Ég var á vondum stað á þessum tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir.
Með hjálp sálfræðings, þerapista og tólf spora samtaka hóf ég bataferil minn. Hluti af því ferli var að eyða öllum okkar fyrri samskiptum. Ég hef því ekki gert mér grein fyrir nákvæmlega hvað ég hafði sagt og skrifað á þessu tímabili fyrr en ég sá viðtalið við hana í morgun.
Ég veit að ekkert getur bætt fyrir hegðun mína, það minnsta sem ég get gert er að gangast við því sem ég gerði og biðjast innilega afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Styttist í beint flug til Kína: „Líklegustu borgirnar eru Shanghai eða Peking til að byrja með“

Styttist í beint flug til Kína: „Líklegustu borgirnar eru Shanghai eða Peking til að byrja með“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli
Fréttir
Í gær

Segja þetta sóun á almannafé – „Eins og að bjóða krökkunum í ísbíltúr með afmælispeningunum þeirra“

Segja þetta sóun á almannafé – „Eins og að bjóða krökkunum í ísbíltúr með afmælispeningunum þeirra“
Fréttir
Í gær

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Bjarna og Guðmund harðlega: „Þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði“

Gagnrýnir Bjarna og Guðmund harðlega: „Þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði“
Fréttir
Í gær

Pétur Jökull talinn vera fimmti sakborningurinn í stóra kókaínmálinu – Talinn hafa hitt annan sakborning í miðborginni

Pétur Jökull talinn vera fimmti sakborningurinn í stóra kókaínmálinu – Talinn hafa hitt annan sakborning í miðborginni