fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Fréttir

Neituðu að bera vitni um flugrekstrarhandbækur WOW air

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. september 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag í síðustu viku lagði lögmaður þriggja starfsmanna flugfélagsins Play fram kröfu um að beiðni félagsins USAerospace Partners Inc. um að vitnaskýrslur yrðu teknar af þeim yrði hafnað. Þremenningarnir mættu ekki til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjaness en þeir höfðu verið boðaðir til hennar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Það er Michelle Ballarin sem á USAerospace Partners Inc. en félagið keypti eignir úr þrotabúi WOW air, þar á meðal verðmætar flugrekstrarhandbækur. Þær fylgdu hins vegar ekki með því sem var afhent úr búinu að því er lögmaður félagsins segir. Hann hefur sagt að grunsemdir séu um að bækurnar hafi verið teknar til handargagns af flugfélaginu Play en þar starfa margir af fyrrum lykilstarfsmönnum WOW air. Af þeim sökum vildi hann fá þá til að gefa skýrslu fyrir dómi.

Í greinargerð sem Þórir Júlíusson, lögmaður þremenninganna, lagði fyrir héraðsdóm bendir hann á að beiðni USAerospace Partners Inc. grundvallist aðallega á meintum grun félagsins um að fyrrum starfsmenn WOW air hafi tekið flugrekstrarbækurnar ófrjálsri hendi og notað þær til að afla flugrekstarleyfi fyrir Play. „Vert er taka fram að varnaraðilar hafna alfarið ávirðingum sóknaraðila sem virðast ekki byggja á neinu öðru en að flugfélaginu Fly Play ehf. hafi tekist vel upp við að sækja um flugrekstrarleyfi,“ segir í greinargerð hans.

Einnig segir í greinargerð hans að USAerospace Partners Inc. hafi viðrað fyrirætlanir um að höfða mál og vandséð sé hverjir aðrir en þremenningarnir yrðu til varnar í slíku máli. Því hafi beinlínis verið lýst yfir að tilgangurinn með skýrslutökunni sé að ákvarða hvort tilefni sé til að höfða dómsmál á hendur þremenningunum. Það sé hins vegar bæði lagaregla og dómafordæmi fyrir að aðila sé ekki skylt að gefa skýrslu í eigin máli. „Þrátt fyrir að sóknaraðili bersýnilega vissi eða mátti vita að hann hefði ekki slíka heimild, afréð hann engu að síður að höfða þetta mál líkt og svo væri og neyða þar með varnaraðila til þess að taka til varna með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn,“ segir í greinargerðinni. Einnig segir að vitnamálið sé augljóslega höfðað að nauðsynjalausu og byggist að auki á málsástæðum og lagatilvísunum sem USAerospace Partners Inc. hafi vitað, eða mátt vita, að voru rangar og haldlausar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín vill stöðva skotárásir á rússnesk landsvæði

Pútín vill stöðva skotárásir á rússnesk landsvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínskir hermenn lýsa árásum Wagnerliða – Eins og uppvakningamynd

Úkraínskir hermenn lýsa árásum Wagnerliða – Eins og uppvakningamynd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frétta­vaktin: Orka frá vind­­myllum ó­­­traust og notkun megrunar­lyfja tí­faldast

Frétta­vaktin: Orka frá vind­­myllum ó­­­traust og notkun megrunar­lyfja tí­faldast
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsárás í Vesturbænum

Líkamsárás í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að öllu sé lokið hjá Pútín ef Úkraínumenn ná ákveðnu landsvæði aftur

Segir að öllu sé lokið hjá Pútín ef Úkraínumenn ná ákveðnu landsvæði aftur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þeir eru augu úkraínska hersins við víglínurnar og fyrir aftan þær – „Það er mikið mannfall hjá okkur“

Þeir eru augu úkraínska hersins við víglínurnar og fyrir aftan þær – „Það er mikið mannfall hjá okkur“