fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þetta eru fimmmenningarnir sem Ingó Veðurguð krefur um bætur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 04:19

Ingó Veðurguð og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar, sem er þekktur sem Ingó Veðurguð, tekið að sér að senda fimm manns kröfubréf þar sem farið er fram á að viðkomandi biðji Ingó afsökunar á ærumeiðandi ummælum í hans garð, dragi þau til baka og greiði honum miskabætur og lögfræðikostnað. Allt á þetta fólk það sameiginlegt að hafa tjáð sig um meinta refsiverða háttsemi Ingó í garð kvenna.

Vísir.is skýrir frá þessu og segist hafa heimildir fyrir að þeir sem um ræðir séu: Edda Falak áhrifavaldur, Erla Dóra Magnúsdóttir blaðamaður hjá DV, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður hjá Fréttablaðinu, Ólöf Tara Harðardóttir sem er meðal þeirra sem eru í forsvari fyrir baráttuhópinn Öfga og Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrum framkvæmdastjóri Pírata.

Í gærkvöldi lýsti Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, því yfir að hann muni greiða lögfræðikostnað þeirra sem fá kröfubréf frá Ingó.

Eftir að umræðan um mál tengd Ingó fór á mikið flug fyrir nokkru sagði Ingó að hann myndi leita réttar síns gegn þeim sem hafa tjáð sig óvarlega um hann á Internetinu.

Lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði í samtali við RÚV í gær að sérstök kæra verði lögð fram hjá lögreglunni vegna baráttuhópsins Öfga sem birti nafnlausar frásagnir 32 kvenna af meintu ofbeldi Ingós í þeirra garð. Beinist sú kæra ekki að forsvarsmönnum Öfga heldur að þeim sem standa á bak við nafnlausu sögurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“