fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Tónlist Auðs ekki lengur í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins

Máni Snær Þorláksson, Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 15:30

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðunn Lúthersson, sem er yfirleitt þekktur sem tónlistarmaðurinn Auður, hefur undanfarið verið ásakaður um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Ásakanirnar og umfjöllun um þær hefur orðið til þess að helstu útvarpsstöðvar landsins hafa ákveðið að taka tónlistina hans úr almennri spilun.

Auður hefur verið ásakaður um allt frá frelsissviptingu til kynlífs með stelpum undir lögaldri. Auðunn er sjálfur 28 ára gamall en hann gekkst við því að hafa farið yfir mörk einnar konu í yfirlýsingu sem hann gaf sjálfur út í kjölfar umsjöllunar um ásakanirnar. Hann þvertók þó fyrir aðrar ásakanir og sagði þær vera flökkusögur sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.

Ásakanirnar eru byrjaðar að draga dilk á eftir sér fyrir tónlistarmanninn en útvarpsstöðvarnar Bylgjan, Fm957, Rás 2, K100 og Útvarp 101 hafa allar ákveðið að taka tónlist eftir Auð úr almennri spilun eftir ásakanirnar.

„Ég hef ekki heyrt lag með honum í einhverja daga“

Matthías Már Magnússon, tónlistarstjóri Rásar 2, ræddi við DV um málið en hann segir að Auður hafi ekki átt nein lög á almennum spilunarlista stöðvarinnar þegar ásakanirnar komu fram. Matthías var búinn að ganga úr skugga um þetta áður en blaðamaður hafði samband við hann.

„Auður er ekki með neitt lag á almennum spilunarlista Rásar 2 þessa stundina, hann hefur ekki verið með lag í almennri spilun lengi,“ segir Matthías en bendir á að það sé engin ritskoðun á því sem dagskrárgerðarfólk á Rás 2 spilar í sínum þáttum. „En ég hef ekki heyrt lag með honum í einhverja daga.“

„Það hljómaði lag með honum í gær en það var óvart. Útvarpstöðin tók sameiginlega ákvörðun að lög með Auði verði í pásu á meðan að hans mál eru til meðferðar, hvernig sem það mun verða,“ sagði Rikki G, dagskrárstjóri FM957, í samtali við DV. Lagið var óvart spilað vegna stillingar í kerfinu en gengið hefur verið úr skugga um að það gerist ekki aftur.

Ívar Guðmundsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar, var ekki með það á hreinu þegar blaðamaður hafði samband við hann hvort lag með Auði sem hefur verið í spilun á útvarpsstöðinni væri enn í spilun. Stuttu seinna var það komið á hreint að tónlistarstjóri stöðvarinnar hafi gert hlé á spilun lagsins í gær.

Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100, tók í sama streng og starfsbræður sínir en hann staðfesti einnig að tónlist eftir Auð væri ekki lengur í spilun þar til annað kemur í ljós.

„Við fylgjumst með samfélagsmiðlaumræðu og okkar spilunarlistar miðast eftir því, þegar við heyrðum af þessu tókum við þá ákvörðun að hvíla tónlistina eftir þennan ákveðna listamann,“ sagði Logi Pedro, tónlistarstjóri Útvarps 101, í samtali við blaðamann um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ofbeldisverk á Benzincafe – Hlaut stjörnulaga skurði á höfði

Ofbeldisverk á Benzincafe – Hlaut stjörnulaga skurði á höfði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skuggahliðar meðferðarheimilanna í Suður Afríku – „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð“

Skuggahliðar meðferðarheimilanna í Suður Afríku – „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð“
Fréttir
Í gær

Ingunn Margrét tekur við sem framkvæmdastjóri Sólar ehf.

Ingunn Margrét tekur við sem framkvæmdastjóri Sólar ehf.
Fréttir
Í gær

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“