fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Fréttir

Sýslumaður með uppboð á margverðlaunuðum hundi – „Nei, það er ekki algengt“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 11:30

Mynd: Samsett/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. júní næstkomandi, á þriðjudaginn eftir viku, verður haldið nokkuð óvenjulegt uppboð vegna slita á sameign í aðstöðu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Hlíðasmára 1, Kópavogi.

Uppboðið er á hundi sem ber nafnið Rjúpnabrekku Blakkur en hann er af tegundinni enskur setter.  „Greiðsla við hamarshögg,“ segir í lokunum á tilkynningu um uppboðið sem birtist á vef Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í gær.

„Nei, það er ekki algengt,“ sagði starfsmaður hjá Sýslumanninum þegar blaðamaður spurði hvort það það væri daglegt brauð að hundar væru auglýstir á uppboði hjá þeim. Þá getur starfsmaðurinn ekki fullyrt um að slíkt hafi gerst áður hjá embættinu. „Ég sjálf man ekki eftir því,“ sagði starfsmaðurinn.

Margverðlaunaður hundur

Guðmundur Arnar Ragnarsson hjá Hafrafells-ræktun, sem ræktar enska setter hunda, kannaðist við umræddan hundinn þegar blaðamaður hafði samband. Guðmundur vissi þó ekki hvers vegna  hvuttinn væri orðinn að bitbeini í slitum á sameign.

Samkvæmt Guðmundi hefur er uppboðshundurinn margverðlaunaður en gríðarlegur tími og orka hefur farið í að þjálfa hann til fulls. Guðmundur segir að því sé erfitt að áætla verðmæti hundsins en enskir setter hvolpar kosta 300 þúsund krónur. „Það er búið að eyða óhemju miklu í hundinn en þetta er náttúrulega á uppboði,“ segir Guðmundur.

„Hann er fæddur 2016, fimm ára gamall og er fullþjálfaður. Þannig að það er ómögulegt að segja hvað svona hundur myndi fara á, sem er fullþjálfaður og með allan þennan árangur á bakinu. Þessi hundur hefur áorkað miklu, bæði á sýningum og á veiðiprófum, og er með langan lista af titlum í gegnum árin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Að minnsta kosti 30 með Covid eftir útskriftarferð Flensborgar til Krítar – Gera ráð fyrir fjölgun smita – „Þetta var mikið fjör, helvíti mikið líf“

Að minnsta kosti 30 með Covid eftir útskriftarferð Flensborgar til Krítar – Gera ráð fyrir fjölgun smita – „Þetta var mikið fjör, helvíti mikið líf“
Fréttir
Í gær

Tölva Reykjavíkurborgar segir nei við Múlalund: „Þetta viðhorf borgarinnar er einfaldlega sorglegt“

Tölva Reykjavíkurborgar segir nei við Múlalund: „Þetta viðhorf borgarinnar er einfaldlega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur útilokar ekki harðari takmarkanir á næstunni

Þórólfur útilokar ekki harðari takmarkanir á næstunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

95 smit í gær – 4 á sjúkrahúsi

95 smit í gær – 4 á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örlagafundurinn dregst á langinn – Spáð 200 manna samkomutakmörkunum

Örlagafundurinn dregst á langinn – Spáð 200 manna samkomutakmörkunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kennaradrama í héraðsdómi – Var ósáttur við uppsögn og stefndi skólanum

Kennaradrama í héraðsdómi – Var ósáttur við uppsögn og stefndi skólanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Innkalla forsteikt smælki með rósmarín

Innkalla forsteikt smælki með rósmarín
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grunsamlegar mannaferðir í Reykjavík

Grunsamlegar mannaferðir í Reykjavík