fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Ballarin vill skýrslutökur vegna horfinna flugrekstrarhandbóka – Beinir spjótum sínum að Play-mönnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 07:58

Michelle Ballarin. Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær bað USAerospace Partners Inc., sem er í eigu Michele Ballarin, um að teknar verði vitnaskýrslur af ellefu manns sem tengjast WOW air. Tilgangurinn er að leita sönnunar um hvar flugrekstrarhandbækur félagsins enduðu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að meðal þeirra sem Ballarin vill láta taka skýrslur af eru Arnar Már Magnússon, Sveinn Ingi Steinþórsson og Þóroddur Þóroddsson en þeir eru allir í forsvari fyrir flugfélagið Play. Fleiri fyrrum starfsmenn WOW air eru einnig tilteknir í beiðninni sem var send til Héraðsdóms Reykjaness, Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra þrotabús WOW air, og Pál S. Pálssonar, hjá Samgöngustofu. Það var Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin, sem sendi beiðnina.

Fréttablaðið segir að í beiðninni segi meðal annars: „Umbjóðandi minn telur fullvíst að þessir aðilar geti varpað ljósi á þá atburðarás sem átti sér stað á þessum tíma þegar WOW air hf. fer í þrot, sem og atburðarás áður og í kjölfarið.“

Þegar WOW air fór í þrot í mars 2019 var ein verðmætasta eign félagsins flugrekstrarhandbækur en þær voru miklar að umfangi og forsenda fyrir að flugfélag geti fengið leyfi til flugrekstrar hjá Samgöngustofu segir í beiðninni. Meðal þessara bóka eru þjálfunarhandbók, viðhaldshandbók, gæðahandbók og öryggishandbók. Þessar handbækur og fylgiskjöl þeirra voru ekki í þeim gögnum sem fyrirtæki Ballarin keypti þrátt fyrir að skiptastjóri hafi fullyrt annað. Þær hafa heldur ekki fundist innan þrotabúsins, hvorki í rafrænu né prentuðu formi. „Í því sambandi má nefna það að finnist áðurnefnd gögn er nauðsynlegt að vita hvort öryggishandbók WOW air hafi verið notuð af Fly Play því þá má segja að bókin sé ónothæf þar sem innihald hennar eru upplýsingar um það hvernig WOW air hagaði sínum öryggismálum, sem er eitthvað sem má ekki vera á almennu vitorði,“ segir einnig í beiðninni.

Einnig segir að ætla megi að bækurnar hafi verið til staðar þegar WOW air varð gjaldþrota því félagið hafi ekki getað starfað án þeirra. Því hljóti þeim að hafa verið eytt. „Umbjóðandi minn hefur ástæðu til að ætla að afrit hafi verið tekið af framangreindum flugrekstrarhandbókum, ásamt fylgiskjölum, án heimildar og vitneskju umbjóðanda míns, og gögnin hagnýtt af þriðja aðila til þess að sækja um flugrekstrarleyfi,“ segir í beiðninni og er þá átt við Play, þá WAB, sem sótti um flugrekstrarleyfi í júní 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu

Stórtækur þjófur með mikið magn vopna í sinni vörslu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”

Einar segir Færeyinga hafa beitt sér gegn hagsmunum Íslands – „Frændur en engir vinir”
Fréttir
Í gær

Hegðun Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar

Hegðun Trump gæti ýtt Íslandi yfir línuna í átt til ESB aðildar
Fréttir
Í gær

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert

Læknar höfðu verulegar áhyggjur af hjónunum í Súlunesi eftir ítrekuð blómkálseyru og ótrúverðugar skýringar en gátu ekkert gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu

Keyptu splunkunýtt parhús sem reyndist svo verulega gallað – Leki og mygla komu upp fljótlega eftir afhendingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír erlendir ríkisborgarar grunaðir um að svíkja fé af öldruðu fólki í Reykjavík

Þrír erlendir ríkisborgarar grunaðir um að svíkja fé af öldruðu fólki í Reykjavík