fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Sjóvá-Almennar þurfa að greiða kostnað vegna tjóns á lögreglubifreiðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 07:59

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp dóm í máli sem ríkislögreglustjóri höfðaði gegn tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum vegna tjóns sem varð á tveimur lögreglubifreiðum í aðgerðum lögreglu í júní 2018. Niðurstaða héraðsdóms er að tryggingafélagið beri fulla og óskipta bótaskyldu vegna tjónsins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ríkislögreglustjóri hafi höfðað málið til að eyða réttaróvissu um ábyrgð á tjóni sem verður vegna eftirfarar og stöðvunar á akstri ökumanna sem hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Telur ríkislögreglustjóri að bæta eigi slíkt tjón úr ábyrgðartryggingu ökumanns en því hafa tryggingafélög hafnað á þeim grundvelli að lögreglan hafi af ásetningi valdið tjóninu.

Úrskurðarnefnd vátryggingarmála hefur tekið mál sem þessi fyrir og komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan eigi sjálf að standa undir þeim kostnaði sem hlýst við að hún gegni hlutverki sínu við að halda uppi lögum og reglu.

Nú hefur héraðsdómur komist að annarri niðurstöðu. Í umræddu máli varð tjón á lögreglubifreiðum þegar lögreglan stöðvaði akstur ökumanns sem ók númerslausri bifreið og sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Hann ók á allt að 140 km/klst og gerðist sekur um fjölda umferðarlagabrota. Eftir töluverða eftirför var annarri lögreglubifreiðinni stillt upp sem tálma á miðlínu vegar, fyrir framan ökuníðinginn.  Hann ók beint inn í hlið lögreglubifreiðarinnar og við það hafnaði hin lögreglubifreiðin aftan á bifreið ökuníðingsins. Báðar lögreglubifreiðarnar skemmdust við þetta.

Í dómi héraðsdóms segir að lögreglan hafi ákveðnar valdheimildir til að sinna því hlutverki sínu að halda uppi lögum og reglu og stöðva ólögmæta háttsemi. Henni beri þó að gæta meðalhófsreglu við valdbeitingar sínar. Taldi héraðsdómur að aðgerðir lögreglunnar hefðu verið eðlilegar miðað við samhengi málsins og var því fallist á kröfu ríkislögreglustjóra um að Sjóvá-Almennar beri óskipta bótaskyldu vegna málsins á grundvelli lögboðinnar ábyrgðartryggingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi