fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Fréttir

Miðbæjarbúar þreyttir á svartamarkaðsbraski í hjarta Reykjavíkur – Lögreglan hætt að mæta og þýfi selt fyrir opnum tjöldum

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í litlu húsnæði í miðbæ Reykjavíkur eiga grunsamlegir hlutir sér stað. Íbúar í nágrenni hússins hafa áhyggjur af viðskiptum sem fara þar fram, en mikið er um sölu á reiðhjólum og öðrum varningi. Þeir telja að í húsinu og í garði þess sé hýstur svartur markaður.

Um er að ræða lítið bakhús sem er í raun staðsett á bak við stærra einbýlishús í hjarta Reykjavíkur. Nágranni sem blaðamaður talaði við sagði að íbúar hússins stælu reiðhjólum daglega, og seldu þau svo úti á horni. Einnig kæmu þarna einstaklingar með fulla innkaupakerru af öðrum varningi, til að mynda fartölvum sem hann telur víst að hafi ekki verið fengnar með löglegum hætti. Í raun væri frekar augljóst að ekki væri um eðlilega starfsemi að ræða, en stolin hjól hafi til að mynda oft verið sótt þangað. Þá liggja haugar af rusli, þar með talið sjónvörp, fyrir utan húsið.

Samkvæmt heimildum DV er um hóp fólks í undirheimum Reykjavíkur að ræða sem er í mikilli neyslu. Íbúðin og umhverfi hennar er í ansi slæmu ástandi og nágrannarnir orðnir þreyttir á stöðunni sem er afar erfið og leiðinleg. Hafa þeir þurft að horfa upp á ástandið óbreytt í hátt í tvö ár.

Lögreglan hætti að mæta

Í ljósi þess að starfsemin sé ólögleg er kaupverð reiðhjólanna og varningsins talsvert lægra en eðlilegt væri fyrir umræddar vörur og líklegt að allur àgóðinn fari í að fjármagna neyslu.

Nágranninn sem DV ræddi við furðar sig á úrræðaleysi gagnvart fólkinu, sem þurfi augljóslega á hjálp að halda. Auk þess talar hann um heimsóknir lögreglu sem hafa verið tíðar á tímabili, en þeim hefur farið fækkandi. Hann telur að lögregluskýrslur sem varði málefni fólksins sem býr í íbúðinni séu líklega orðnar ansi langar, þar sem þarna hefur mikið átt sér stað undanfarin misseri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir lögreglu hafa vitað í töluverðan tíma að Anton væri saklaus – „Það er ekki hægt að fá bornar á sig stærri sakir“

Segir lögreglu hafa vitað í töluverðan tíma að Anton væri saklaus – „Það er ekki hægt að fá bornar á sig stærri sakir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Anton Kristinn ekki ákærður í Rauðagerðismálinu

Anton Kristinn ekki ákærður í Rauðagerðismálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nammistríð: Nýjasta útspil Nóa Siríus vekur mikla reiði hjá Góu – „Þetta er bara lélegt“

Nammistríð: Nýjasta útspil Nóa Siríus vekur mikla reiði hjá Góu – „Þetta er bara lélegt“