fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Stóri bólusetningadagurinn er í dag – Níu þúsund manns verða bólusettir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 09:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er stefnt að því að bólusetja níu þúsund manns og í vikunni er stefnt að því að bólusetja 25.000 manns.  Um er að ræða alla þá sem eru sextíu ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Í gær var bólusett með bóluefninu frá Pfizer og voru sex þúsund manns þá bólusettir. Í dag verður bóluefnið frá AstraZeneca notað og á landsbyggðinni verður bóluefnið frá Janssen notað.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Þegar við notum Pfizer förum við lengra niður í aldri, þeir sem eru yngri en sextíu ára og með undirliggjandi sjúkdóma fá Pfizer og þeir sem eru eldri en 60 og eða með undirliggjandi sjúkdóma fá AstraZeneca,“ er haft eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Aðspurð sagði Ragnheiður að dæmi væru um að fólk sé hrætt við að fá bóluefnið frá AstraZeneca vegna þeirrar umræðu sem hefur verið um aukaverkanir. „Við hvetjum þó fólk til að sýna skynsemi og þiggja bóluefnið því þetta eru svo hverfandi líkur,“ sagði hún og benti á að aukaverkanir geti hlotist af öllum lyfjum. „Það er alltaf einhver áhætta alls staðar. Það er örugglega meiri áhætta að fara út í umferðina á morgnana,“ sagði hún einnig.

Samkvæmt bólusetningaráætlun á að vera búið að gefa 75% þjóðarinnar að minnsta kosti einn skammt af bóluefni í síðari hluta júní og sagðist Ragnheiður bjartsýn á að það markmið náist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“