fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Svikahrapparnir ganga enn lausir og herja á fólk – „Við viljum vara fólk við“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 18:00

Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Því miður höfum við fengið margar tilkynningar vegna svika sem korthafar eru að lenda í. Við viljum vara fólk við.“

Þetta segir Jónína Ingvadóttir, deildarstjóri í markaðdeild Valitors, í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag þar sem varað er við svikahröppum. „Enn á ný viljum við vara korthafa við sviksamlegum SMS skilaboðum og tölvupóstum í nafni DHL og Póstsins,“ segir hún en efni skilaboðanna er að pakki sé á leiðinni og að móttakandinn þurfi að greiða smágjald fyrir móttöku. Þá kemur tengill sem fylgir á síðu þar sem viðkomandi á að setja inn kortaupplýsingarnar sínar.

„Þær upplýsingar eru síðan misnotaðar og geta einstaklingar staðið uppi með töluvert tjón sem er frá tugum upp í hundruð þúsunda króna,“ segir Jónína. „Við viljum ítreka fyrri viðvaranir og biðjum fólk að opna ekki hlekki sem fylgja skilaboðunum og gefa ekki upp undir neinum kringumstæðum korta- eða persónuupplýsingar. Einnig er mikilvægt er að gefa alls ekki upp öryggiskóða sem berst með SMS til að ljúka við greiðslu.“

Hún segir að í þessum textaskilaboðum séu ítarlegar upplýsingar um það sem korthafi er að samþykkja með staðfestingakóðanum, afar mikilvægt sé að lesa skilaboðin vel, athuga upphæð og gjaldmiðil og ekki skal áframsenda kóðann í blindni. „Því miður eru dæmi um að korthafar hafi tapað háum upphæðum vegna svika af þessum toga,“ segir Jónína.

Hafi fólk brugðist við skilaboðum og gefið upp öryggiskóða er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor í síma 525-2000 utan opnunartíma bankans. Jafnframt er bent á að tilkynna svik til lögreglunnar á netfangið cybercrime@lrh.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Í gær

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Í gær

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi