fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Greiða þarf fyrir bóluefni sem ekki verða nýtt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 07:00

Bóluefni gegn kórónuveirunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt þeim samningum sem gerðir hafa verið um kaup á bóluefnum gegn kórónuveirunni verður ríkið að greiða fyrir alla skammta sem samið hefur verið um frá AstraZeneca, einnig þá sem ekki verða notaðir vegna hugsanlegra takmarkana á notkun bóluefnisins.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Hefur blaðið þetta eftir heimildarmanni innan stjórnkerfisins en sá hefur séð samninginn og væntir þess að samskonar ákvæði sé í samningnum við bóluefnaframleiðandann Janssen.

Nú er einungis heimilt að nota bóluefni AstraZeneca fyrir 70 ára og eldri hér á landi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur þó sagt að útlit sé fyrir að 65 ára og eldri verði einnig bólusettir með efninu. Danir tilkynntu í gær að þeir séu hættir notkun bóluefnis AstraZeneca vegna tegnsla þess við sjaldgæfa en mjög alvarlega blóðtappa.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort takmarkanir verði settar á notkun bóluefnis Janssen en 2.400 skammtar af því komu hingað til lands í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Í gær

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Í gær

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“